Völsungar lutu í gervigras á Fellavelli í dagÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 231 - Athugasemdir ( )
Völsungar spiluðu við Hött í Lengjubikarnum á Fellavelli í dag og tapaðist leikurinn 2-3.
Fótbolti.net segir svo frá leiknum:
Höttur hafði sigur á Völsungi í B-deild Lengjubikarsins í dag þrátt
fyrir að lenda tvívegis undir í leiknum en leikurinn fór fram á Fellavelli á Egilsstöðum. Völsungar komust yfir eftir um tíu
mínútna leik með marki Arons Bjarka Jósepssonar og höfðu forystuna í hálfleik 0-1. Jón Karlsson
jafnaðí svo metin fyrir Hött áður en Friðrik Már Kristjánsson kom Völsungum aftur yfir.
Heimamenn gáfust hinsvegar ekki upp og skoruðu tvö mörk áður en yfir lauk. Fyrra markið þótti umdeilt mjög en það skoraði
Björgvin Karl Gunnarsson með skalla eftir hornspyrnu og Völsungar töldu brotið á sínum manni skömmu áður. Hattarmenn skoruðu svo sigurmarkið þremur mínútum síðar þegar um tvær mínútur voru eftir af
venjulegum leiktíma. Þar var að verki Jón Karlsson en Völsungar mótmæltu aftur og í þetta sinn
fékk Bergur Jónmundsson að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli.
Athugasemdir