Völsungar lélegir í Hafnarfirđi

Völsungar tóku ţátt í lélegum knattspyrnuleik suđur í Hafnarfirđi í dag. Ţar mćttur ţeir heimamönnum í ÍH í grenjandi rigningu ţar sem pollar mynduđust á

Völsungar lélegir í Hafnarfirđi
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 405 - Athugasemdir ()

Völsungar tóku þátt í lélegum knattspyrnuleik suður í Hafnarfirði í dag. Þar mættur þeir heimamönnum í ÍH í grenjandi rigningu þar sem pollar mynduðust á gervigrasi gaflaranna snemma leiks. Það segir amk. á síðu þeirra Rafnars Orra og Ingvars Björns.

 

Sigurjón Jóhannesson yngri var á leiknum og skrifaði eftirfarandi umfjöllun á síðu strákanna:

Völsungar fóru tómhentir heim frá rennblautum Hafnarfirðinum í vægast sagt lélegum knattspyrnuleik. Það var eins og hellt væri úr fötu fyrir leik og allan fyrri hálfleikinn rigndi stöðugt og voru pollar farnir að myndast á gervigrasið snemma leiks. Það tók bæði lið langan tíma að venjast aðstæðum, og spilamennskan eftir því. Völsungar byrjuðu betur og strax á 5. Mínútu spiluðu Elfar og Bjarki vel saman, Elfar sendi fyrir á Andra Val sem var í fínu færi en missti boltann aðeins of langt frá sér. Lítið markvert gerðist í fyrri hálfleik, leikmenn beggja liða náðu yfirleitt ekki fleiri en 4-5 sendingum á milli sín áður en þeir töpuðu boltanum. Eftir u.þ.b. 30 min leik var Kristján Gunnar tæklaður illa af leikmanni ÍH og lá sárkvalinn eftir. Það var honum til happs að á staðnum var Halldór Fannar sjúkraþjálfaranemi nýkominn frá Danmörku vopnaður vatnsbrúsa. Hann sá strax að Kristján gæti ekki haldið leik áfram og inn á völlinn í hans stað kom Jónas Frissa. Þess má geta að Halldór verður löglegur með Völsungi 15. júlí sem er klárlega mikill liðsstyrkur fyrir græna. Eftir 45 min. leik var svo flautað til hálfleiks eftir afar bragðdaufan fyrri hálfleik.

 

Það dró heldur úr rigningunni í seinni hálfleik og það sama má segja um Völsunga. Sóknarleikurinn var alveg hugmyndasnauður og okkar menn náðu aldrei neinu flæði í sinn leik, sem má reyndar segja um bæði lið enda aðstæður virkilega erfiðar fyrir fallegan fótbolta. Bæði lið áttu nokkur langskot framan af seinni hálfleik en aldrei skapaðist veruleg hætta, kannski fyrir utan fallegt langskot frá Sveinbirni sem sveif rétt framhjá marki ÍH manna. Það var svo eftir ca 70 min að Völsungar skoruðu mark upp úr hornspyrnu þar sem Aron Bjarki stangaði boltann laglega í netið, en dómarinn sá eitthvað athugavert gerast í teignum og flautaði aukaspyrnu, undirritaður sá ekki atvikið og því erfitt að segja hvort um rétta ákvörðun var að ræða. Völsungar gerðu 2 skiptingar í seinni hálfleik, Nonni fór haltrandi af velli og inn kom Haffi og skömmu síðar kom Alli Jói inn fyrir Andra. Á 83. min fengu ÍH menn hornspyrnu, þar sem leikmaður heimamanna stökk hæst og skallaði boltann í netið. Völsungar reyndu að svara en ekkert gekk, leikmenn að pirra sig á dómara leiksins og Sveinbjörn Már uppskar m.a. gult spjald fyrir munnsöfnuð, ekki í fyrsta skipti og sennilega ekki það síðasta. Á 93 min leiksins gerðu Völsungar slæm varnarmistök sem leikmaður ÍH nýtti sér, slapp í gegn, lék á Steinþór í markinu og skoraði. 2-0 staðreynd og dómari leiksins flautaði leikinn af skömmu síðar.

 

Það verður að segjast að Völsungar ollu töluverðum vonbrigðum eftir gott gengi undanfarið. Leikurinn lyktaði allan tímann af jafntefli og því hryllilega svekkjandi að fá á sig þessi 2 mörk sem vel mátti koma í veg fyrir. En vel gert hjá ÍH mönnum, þeir nýttu sín færi og við ekki. Völsungar voru einfaldlega langt frá sínu besta, og ekki hægt að skýla sér bakvið erfiðar aðstæður. En framundan eru 4 heimaleikir og ég hef fulla trú á því að Völsungar komi tvíefldir til baka eftir þennan leik og fikri sig upp töfluna hægt og rólega.

 

 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ