Völsungar lágu fyrir KA

Völsungar hófu leik á Soccerademótinu í gćr ţegar ţeir töpuđu fyrir KA 0-3. Leikurinn ţótti opinn og skemmtilegur og Völsungar áttu sín fćri en náđu ekki

Völsungar lágu fyrir KA
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 298 - Athugasemdir ()

Guđmundur Óli skorađi tvö fyrir KA.
Guđmundur Óli skorađi tvö fyrir KA.

Völsungar hófu leik á Soccerademótinu í gær þegar þeir töpuðu fyrir KA 0-3. Leikurinn þótti opinn og skemmtilegur og Völsungar áttu sín færi en náðu ekki að nýta þau.

 

Annars segir svo frá leiknum á heimasíðu Völsungs:

Fyrsti leikurinn í Soccerade mótinu tapaðist 3-0 gegn KA. Leikurinn var að mörgu leyti mjög góður hjá okkar mönnum þrátt fyrir úrslitin. Við fengum svipaðan fjölda færa og KA menn í leiknum og því er það alveg grátlegt að hafa ekki náð að setja að minnsta kosti eitt á þá. 

Fyrsti leikurinn í Soccerade mótinu tapaðist 3-0 gegn KA. Leikurinn var að mörgu leyti mjög góður hjá okkar mönnum þrátt fyrir úrslitin. Við fengum svipaðan fjölda færa og KA menn í leiknum og því er það alveg grátlegt að hafa ekki náð að setja að minnsta kosti eitt á þá. Sveinbjörn Ingi sem spilaði í markinu í dag gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu í leiknum. Það má nú eiginlega segja að við höfum staðið á bakvið þennan sigur KA manna því Gummi Óli, sem spilaði allan leikinn fyrir KA, skoraði tvö mörk í gær. Þannig að nú er bara að byggja ofan á þetta og ljóst að það eru spennandi tímar framundan.

Liðið: Sveinbjörn: Bergur, Einar, Gunni Siggi, Halldór F, Hrannar, Kristján G, Friðrik, Bjarki, Stefán, Elfar.  Bekkurinn: Rafnar, Davíð, Kristján, Ágúst og Alli Jói. 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ