Völsungar fallnir í 3. deild

Á Húsavíkurvelli mćttust í síđustu umferđ deildarinnar Völsungur og Magni. Sólin skein fallega en mikiđ rok var á vellinum. Í upphafi leiks gerđi ţađ

Völsungar fallnir í 3. deild
Íţróttir - - Lestrar 333 - Athugasemdir ()

Guđmundur Óli rekinn af velli.
Guđmundur Óli rekinn af velli.

Á Húsavíkurvelli mættust í síðustu umferð deildarinnar Völsungur og Magni. Sólin skein fallega en mikið rok var á vellinum. Í upphafi leiks gerði það mönnum erfitt fyrir við að halda boltanum niðri og var boltinn leiðinlega mikið í loftinu í fyrri hálfleik. Völsungar virtust grimmari til að byrja með en það fjaraði undan þeim þegar leið á hálfleikinn og Magnamenn gengu meira á lagið. Elfar Árni Aðalsteinsson átti skalla rétt framhjá Magnamarkinu snemma leiks en það voru gestirnir sem náðu forustu á 35.mínútu.

 

Jónas Halldór Friðriksson átti þá skot sem virtist stefna framhjá markinu áður en það hafði viðkomu í sóknarmanni þeirra og speglaðist í markhornið. 0-1 fyrir gestunum og róður Völsungsmanna orðinn enn þyngri en hann var í upphafi leiks.

 

Lítið markvert gerðist meira í fyrri hálfleik og virtist sem menn væru fegnir þegar að hálfleiksflautið gall. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn betur og héldu boltanum vel niðri. Elfar Árni Aðalsteinsson átti frábært skot vel fyrir utan teig eftir um rúman mínútuleik sem endaði í samskeytunum vinstra megin. Óheppinn Elfar þar. 

 

Þeir reyndu að láta boltann ganga fljótt og vel og spiluðu sig nokkrum sinnum flott inn í síðasta vallarþriðjunginn en endann vantaði alltaf á sóknina. Þvert á gang seinni hálfleiksins skoruðu svo gestirnir aftur. Jónas Halldór sparkaði boltann hátt fram upp í vindinn frá miðjunni og boltinn datt aftan við varnarlínu inn í miðjan vítateig. Björn Hákon markvörður stóð sem frosinn væri á marklínunni og ekki veit fréttaritari hvort Hreggviður Gunnarsson hafi skorað með skalla eða Aron Bjarki varnarmaður hafi skorað sjálfsmark.

Gífurlegt kjaftshögg og staðan orðin 0-2. Heimamenn ætluðu sér þó ekkert að gefast upp og héldu áfram að spila niðri og reyna að skapa eitthvað. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði fallegt mark með langskoti sem fór framhjá hverjum manninum á fætur öðrum áður en það endaði niðrí markhorninu vinstra megin. 1-2 og ekki öll von úti enn. 

Til að gera langa sögu stutta fékk hvorugt liðið afgerandi dauðafæri en Elfar Árni kom sér vel framhjá varnarmanni í eitt skiptið og skaut hörkuskoti sem varnarmaður náði að kasta sér fyrir. Hallgrímur Mar átti aukaspyrnu utan af kanti sem Logi Ásbjörnsson réði illa við og Völsungar reyndu að fylgja eftir en Magnamönnum tókst að bjarga á síðustu stundu. Rafnar Orri Gunnarsson lagði boltann síðan flott upp á Elfar Árna sem átti skot með vinstri fætinum framhjá stönginni vinstra megin. Skyndisóknir gestanna enduðu sjaldan með færi og lágu vel aftur.

Björn Hákon varði vel í eitt skiptið þegar að skot frá vítateig stefndi í fjærhornið en annað man fréttaritari ekki. Undir lok leiks var skapið farið að segja til sín hjá svekktum Völsungum og fékk Guðmundur Óli Steingrímsson sitt seinna gula spjald fyrir kjaftbrúk á 90.mínútu þegar hann réttilega vildi fá hornspyrnu eftir að skalli Rafnars Orra fór af varnarmanni og út af. Eftir leik fékk svo bróðir hans, Sveinbjörn Már, rautt spjald fyrir ófögur orð sem féllu í garð Sverris Pálmasonar línuvarðar. 

Völsungar því fallnir í 3.deild og munu spila þar að ári. Stefnan hlýtur að sjálfsögðu að vera að koma sér upp strax aftur og ef núverandi mannskapur helst hjá félaginu ætti það meira en vel að vera mögulegt.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ