15. mar
Völsungar fá markvörđ ađ láni.Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 265 - Athugasemdir ( )
Völsungur hefur fengið
markvörðinn Ágúst Bjarna Garðarsson á láni frá Val þar til 25.apríl næstkomandi.
Möguleiki er á að sá lánssamningur verði framlengdur og að Ágúst muni leika með Völsungi í annarri deildinni í sumar.
Ágúst, sem er
tvítugur, gekk til liðs við Val árið 2005 en hann kom til liðsins frá FH. Síðastliðið sumar var hann í láni hjá Haukum og
lék fimm leiki með liðinu í annarri deildinni.
Völsungur auglýsti
á dögunum eftir markverði þar sem Björn Hákon Sveinsson, markvörður liðsins undanfarin ár, er á leið til náms í
Danmörku. Liðið hefur nú fengið Ágúst Bjarna en hann hefur þegar fengið leikheimild og gæti
leikið með Völsungi gegn Dalvík/Reyni í Lengjubikarnum á sunnudaginn.
Athugasemdir