Villi: Sonurinn er sunginn af meiri krafti

„Mér líđur stórkostlega og bara frábćrt. Ţađ er náttúrulega ekki hćgt ađ segja annađ en bara tćr snilld tvo leiki í röđ. Ţetta er kannski ekki ţađ sem ađ

Villi: Sonurinn er sunginn af meiri krafti
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 617 - Athugasemdir ()

Villi mátti brosa í leikslok
Villi mátti brosa í leikslok

„Mér líður stórkostlega og bara frábært. Það er náttúrulega ekki hægt að segja annað en bara tær snilld tvo leiki í röð. Þetta er kannski ekki það sem að er lagt upp með en þeim mun sætara," sagði Vilhjálmur Sigmundsson, aðstoðarþjálfari Völsungs, en hann stýrði liðinu í, 1-0, sigri Völsungs gegn HK í gær er Hrannar Björn tryggði sigurinn á lokamínútum leiksins.

„Þetta var auðvitað stórkostlegt þó svo að þetta hafi ekki endilega verið mitt handbragð á þessu en eins og við töluðum um fyrir leikinn þá var þetta ekki spurning um að spila fallegasta fótboltann heldur fá falleg úrslit," sagði Villi í leikslok ekkert nema bros-skeifan til andlitsins.

„Það er klárlega meira stuð að koma inn í klefann eftir svona og sonurinn er sunginn af meiri krafti," bætti Villi við.

„HK áttu kannski heldur hættulegri færi í leiknun og við fengum okkar færi en við lögðum upp með það að bíða eftir þeim og á tímabili gekk illa að halda þeim en eftir því sem að leið á leikinn þá gekk það betur. Ég vissi að markið kæmi, spurningin var bara hvort að leikurinn yrði nógu langur," sagði Villi og brosti.

„Við erum búnir að sýna það að við erum greinilega í mjög góðu formi og höfum yfirleitt alltaf unnið okkur bætur inn í leikinn eftir því sem að líður á þannig að við vissum það að við myndum færast ofar á völlinn eftir því sem að leið á og ætluðum okkur það líka og það gekk 100% upp," sagði Villi glaður í bragði en Njarðvík er næsta verkefni um komandi helgi á útivelli.

„Þetta er auðvitað mjög gott veganesti í næsta leik og við mætum fullir sjálfstrausts í það. En við þurfum að komast niður á jörðina og einbeita okkur að næsta leik því að hann verður mjög erfiður. Við verðum að gefa allar 94.mínútur þar líkt og í síðustu leikjum, það er engin spurning með það," sagði Vilhjálmur að lokum og rauk inn í klefa og söng sem aldrei fyrr Bjössi er sýslumannssonurinn.

FAGN

Tengdar greinar:
Umfjöllun: Fyrirliðinn kláraði dæmið í uppbótartíma

Hrannar Björn: Fyrir framan allt sitt fólk er þetta ógeðslega sætt


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ