Villi rinn astoarmaur Dragansrttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 501 - Athugasemdir ( )
Í vikunni var Vilhjálmur Sigmundsson ráðinn aðstoðarmaður Dragans en hann kemur til með að vera honum innan handar í sumar. Við ræddum
við Villa í vikunni og spurðum hann út í nýja starfið en hans fyrsti leikur með liðinu verður um helgina þegar að strákarnir halda
í Vesturbæinn.
„Þetta leggst bara vel í mig og þetta er spennandi að prufa koma yfir í fótboltann. Þetta átti sér stuttan aðdraganda. Dragan
hringdi í mig um miðja síðustu viku og bauð mér í kaffi og ég vissi í raun ekkert hvað væri í gangi en við höfðum
svo sem áður spjallað saman. En þegar að ég mætti í kaffi bar hann upp þá ósk eða spurði hvort ég væri til
í að aðstoða sig, vera sér innan handar og svo kom löng þögn. Við spjölluðum svo saman og ég bað hann um að fá að
hugsa aðeins málið. Ég vinn sem bakari og þurfti vissulega að aðlaga mig gagnhvart mínum vinnuveitendum sem mættu mér af fullum skilningi og
þar með sá ég að þetta myndi ganga upp," sagði Villi en hann starfar í besta Bakaríi landsins, Heimabakarí, þar sem dyggir
stuðningsmenn liðsins halda úti rekstri og reiða fram dýrindis kræsingar.
„Ég gekk að því að koma inn en ég vissi um tvo leiki sem að kæmist ekki í og Dragan gekk að því en að öðru
leiti mæti ég í alla leiki og á allar æfingar," sagði Vilhjálmur en honum líst vel á hópinn og segir liðið á
réttri leið.
„Mér líst vel á liðið heilt yfir, það eru mjög góðir strákar í þessum hóp sem að eru vel spilandi og ef
að menn spila þann bolta sem Dragan leggur upp með þá náum við góðum úrslitum en ákveðnir leikmenn eiga samt mikið inni.
Það er góður mórall og góður agi svo þetta er í réttum farvegi," segir Villi en hans fyrsti leikur með liðinu verður um
komandi helgi er Völsungur mætir KV í Vesturbænum á Laugardaginn.
„Þetta verður erfiður leikur og það er lykilatriði að menn byrji leikinn frá byrjun. Það er ekki nóg að byrja eftir tuttugu
mínútur og strákarnir vita allir hvað þarf til, það er 100% á alla. Það er spennandi að koma inn og taka þátt í
þessu," sagði Villi fullur tilhlökkunar en má búast við honum brjáluðum á hliðarlínunni í sumar ?
„Nei mér er fyrst um sinn ætlað að vera rólega týpan á bakvið. Ég reikna ekki með að menn sjái stórar breytingar
á því að ég komi inn enda er það ekki hugsunin með því heldur bara að koma inn til að þétta hópinn inn á
við og út á við og vera Dragan til halds og trausts. Ef að hann vill draga sig í hlé frá því að orga þá verð ég
að taka við," sagði Villi að lokum spenntur fyrir sumrinu en Græni herinn býður Vilhjálm kærlega velkominn í fjölskylduna og
hlökkum við til að starfa með honum í sumar.
Velkominn Villi!
Dragan og Vilhjálmur að fara yfir málin á æfingu liðsins í dag
Athugasemdir