Viđtal viđ Vilhelm Gauta Bergsveinsson

Vilhelm Gauti Bergsveinsson er stór stórskytta í HK sem hóf ferilinn í hćgra horninu međ Völsungi á sínum yngri árum. Villi flutti svo suđur og hefur

Viđtal viđ Vilhelm Gauta Bergsveinsson
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 388 - Athugasemdir ()

Vilhelm Gauti Bergsveinsson.
Vilhelm Gauti Bergsveinsson.

Vilhelm Gauti Bergsveinsson er stór stórskytta í HK sem hóf ferilinn í hægra horninu með Völsungi á sínum yngri árum. Villi flutti svo suður og hefur spilað með HK og Fram við góðan orðstír. Hann lagði skóna á hilluna og einbeitti sér að fjölskyldu og öðrum mikilvægum störfum en hefur nú gripið til skónna á ný og er byrjaður að láta hvína í netmöskvunum. Villi hefur verið viðloðandi yngri landsliðin og spilað með og á móti mörgum af þeim strákum sem nú eru í landsliðinu.

 

Hvernig hefur þér og þínu liði gengið í vetur ? Ertu í fantaformi ?

Liðinu hefur gengið alveg þokkalega miðað við allar þær mannabreytingar sem urðu á liðinu milli ára, misstum um 7 stykki minnir mig. Markmiðið var 5.sæti fyrir jól og vera áfram með í bikarnum.  Enduðum í 2.-5. sæti og komnir í undanúrslit í bikar, þannig að markmiðið stóðust.  Hvað mig sjálfan varðar þá hefur þetta gengið að mestu vel, smá hnjask hér og þar.  Formið verður alltaf betra og betra með hækkandi sól.

Nú ert þú uppalinn Völsungur. Áttu ekki einhverja/ar skemmtilegar sögur/minningar úr æsku. Atvik í leikjum/æfingum með Völsungi sem standa uppúr ?

Það sem ég man einna helst eftir er hversu mikil snilld íþróttahúsið er og mætingin á handboltaleiki alltaf góð.  Verst að Völsungur er ekki með í bikarnum þannig að maður eigi séns á að spila þar aftur áður en maður hættir endanlega.  Man eftir því þegar við áttum m.fl. í 2.deildinni og troðið út úr húsi á hverjum einasta leik og mikil stemmning.  KÞ mótið (hét það í upphafi minnir mig) var alltaf skemmtilegt því þar gafst okkur kostur á að spila við lið úr borginni, en á þessum tíma var bara spila við KA, Þór og Hvöt í Norðurlandsriðli ár eftir ár.

Nú tókstu skóna af hillunni í haust eftir nokkra fjarveru. Af hverju ?

Eftir tímabilið í fyrra missti HK mikið af mönnum í atvinnumennsku, einhverjir hættu og svo fór einn í annað lið hér innanlands.  Það var því farið í að safna liði og hafði Gunni þjálfari samband við mig og spurði hvort ég hefði áhuga á að aðstoða hann við þjálfun og spila ef þörf yrði á því.  Áhuginn hefur alltaf verið til staðar og tókst Gunna að kveikja vel í mér aftur þannig ég lét til leiðast.  Ákvað að reyna á öxlina sem var ástæðan fyrir því að ég hætti á sínum tíma og hefur hún haldið fram að þessu þannig að ég sé ekki eftir því að hafa mokað rykinu af skónum.

Af hverju ertu ekki í Austurríki með landsliðinu ? Ertu ekkert að nálgast það ?

 

Hreinlega skil það ekki.  Nei, ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá held að ég nálgist nú ekki landsliðið eins og staðan er í dag, er ekki horfa í þá áttina enda er markmiðið að komast í gegnum þennan vetur án stórra áfalla.  Hvað gerist í kjölfarið, verður bara að koma í ljós.

Er metnaðurinn og umgjörðin góð hjá HK ? Mikið líf í handboltanum hjá félaginu ?

Já hjá félaginu er gríðarlegur metnaður og mjög gott starf unnið hjá yngri flokkum félagsins enda margir titlar síðustu ár skilað sér í hús ásamt því að ungir handboltamenn eru að fara út í atvinnumennsku, bæði karla og kvenna.  Hjá m.fl. er umgjörðin eins og hún gerist hvað best hér á Íslandi að mínu mati og því mjög gaman að taka þátt í því starfi.

Hver er bestur í landsliðinu að þínu mati ? Hverjir eru lykilmenn í liðinu svo við náum árangri í Austurríki ?

Ég á erfitt með að taka einhvern einn út úr liðinu og segja hann vera bestan.  Leikmenn hafa allir mismunandi hlutverk og eru bestir á sínu sviði.  T.d. Óli og Snorri eru heilinn á bakvið sóknarleikinn á meðan Sverrir, Diddi og Vignir sjá um varnarleikinn.   Snorri er t.d. ekki að fara að skila einhverju varnarhlutverki og Sverrir að lyfta sér upp á 10 metrum og smella honum í vinkilinn.  Ef ég verð að taka einhvern einn út þá er það Óli (kemur örugglega gríðarlega á óvart) en hann er þessi leikmaður sem gerir svo margt í leik þó svo hann sé ekki að skora 10 mörk í hverjum leik.  Til þess að ná langt á þessu móti þarf eiginlega allt að ganga upp, varnarleikur, agaður sóknarleikur og markvarsla.  Við þurfum líka að fá mikið og gott framlag frá þeim sem koma til með að leysa byrjunarliðið af, það verður að vera hægt að dreifa álaginu án þess að það hafi mikil áhrif á frammistöðuna.

Hvernig meturðu möguleika íslenska landsliðsins í riðlinum (B-riðill: Ísland, Austurríki, Danmörk og Serbía) ? Hverjir verða erfiðustu andstæðingarnir í B-riðli? Tippa á úrslit okkar leikja í riðlinum ?

Tel að við eigum að komast upp úr þessum riðli. En það veltur soldið á þessum leik í kvöld á móti Serbíu.  Ef við vinnum hann sannfærandi þá fær liðið mikið sjálfstraust og þá getum við klárlega unnið næstu 2 leiki einnig.  Vonandi þurfum við ekki að fara í leikinn á móti Dönum með allt undir.  Danir eru erfiðustu andstæðingarnir í riðlinum þó svo Serbar sé einnig mjög sterkir, úrslitin á móti Frökkum um daginn segja ýmislegt um þeirra styrk en þá unnu þeir Frakkana.

Tippum á að úrslitin verði:

Ísland -  Serbía 31-27

Ísland – Austurríki          33-24

Ísland – Danmörk           27-27

Í hvaða sæti enda strákarnir okkar ?

3.sæti

Nú hefurðu spilað með og á móti mörgum af strákunum í landsliðinu. Hver er besti leikmaðurinn sem þú hefur spilað með ? Hverjum er erfiðast að spila á móti og af hverju ?

Ég hef reyndar bara spilað með Bjögga og Robba að einhverju ráði. Öðrum minna í kringum 21.árs liðið fyrir langa löngu.  Bjöggi og Robbi eiga það sameiginlegt að gefast aldrei upp og leggja sig alltaf alla fram í öll verkefni. Báðir komist þangað sem þeir eru í dag með mikilli vinnu.

Í dag er bara einn leikmaður í landsliðinu að spila hér heima og það er Óli Guðmunds.  Sá drengur er gríðarlegt efni og það þarf að ganga ansi langt út í hann til að stoppa skotin hjá honum.  Skemmtilega erfitt að spila á móti honum.  Svo þegar ég var í Fram í kringum 2000 þá var það Gaui sem reyndist okkur alltaf fjandi erfiður enda getur hann stokkið yfir gíraffa ef honum dytti það í hug.

Hver er mesti furðufuglinn í landsliðinu ?

Þekki ekki mikið til þeirra í dag en veit að t.d. Snorri átti sínar stundir þegar hann var í Val, veit ekki hvort það hefur vaxið úr honum.  Logi er náttúrulega bara eins og hann er.  Vignir og Robbi eru línumenn og það  þarf sérstaka menn í að taka það hlutverk að sér.  Svo eru náttúrulega handboltamenn upp til hópa mjög furðulegir einstaklingar J

Eitthvað að lokum ?

Já, ég vil fara að sjá Völsung koma með lið í öllum flokkum bæði karla og kvenna í handboltanum.  Einnig að Völsungur skrái m.fl. í 1 deildina á næsta ári eða þar næsta. Treysti því að Jói klári það mál á allra næstu mánuðum.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ