Viđtal viđ varnartrölliđ Guđlaug Arnarsson

Varnartröllinu og granítmađurinn Guđlaugur Arnarsson er nćstur á  dagskránni  en Gulli byrjađi snemma ađ berja niđur andstćđinga sína hér á Húsavík og

Viđtal viđ varnartrölliđ Guđlaug Arnarsson
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 336 - Athugasemdir ()

Guđlaugur Arnarsson.
Guđlaugur Arnarsson.

Varnartröllinu og granítmaðurinn Guðlaugur Arnarsson er næstur á  dagskránni  en Gulli byrjaði snemma að berja niður andstæðinga sína hér á Húsavík og vakti fljótlega athygli eftir að hann fluttist suður. Hann spilaði með Fram áður en hann færði sig yfir í Fylki og það var svo Alfreð Gíslason sem fékk kappann til að koma til Þýskalands og spila með Gummersbach.

 

Þar spilaði Gulli m.a. í meistaradeild Evrópu og átti í höggi við bestu sóknarmenn veraldar. Frá Gummersbach lá leiðin til Svíþjóðar og lék hann í eitt ár með HK Malmö. Frá Malmö lá leiðin til meistaranna dönsku í FCK í Kaupmannahöfn. Eftir að hafa barið á baunanum kom Gulli heim með ört stækkandi fjölskyldu og er búsettur á Akureyri og spilar með samnefndu liði í handboltanum við góðan orðstír.

Hvernig hefur þér og þínu liði gengið í vetur ? Ertu í fantaformi ?

Okkur hjá Akureyri  Handboltafélagi hefur gengið alveg þolanlega í vetur. Við erum í 3 sæti í deildinni sem er frekar jöfn í ár, erum reyndar dottnir útur bikarnum sem  er ekki nógu gott.  Formið er alveg þokkalegt.

Nú ert þú uppalinn Völsungur. Áttu ekki einhverja/ar skemmtilegar sögur úr æsku. Atvik í leikjum/æfingum með Völsungi sem standa uppúr ?

Já það er alltaf til mikið af sögum í kringum æfingar og leiki en það er reyndar frekar langt síðan ég æfði síðast undir merkjum Völsungs, þó verður að segjast maður hafi lært allt sem maður kann í höllinni hjá Valda.  Það sem stendur hæst er sennilega þjálfarinn sem var með okkur á þessum tíma.  En hann Halli Har var með okkur lengst af og hjá honum komst maður ekki upp með neitt væl. Ef menn fengu högg eða pústra þá klappaði hann manni og sagði „þetta venst, svona haltu nú áfram“.   Hef reynt að spila og æfa eftir þessu síðan...

Nú byrjaðir þú með nýju liði í haust. Hvernig líst þér á nýja liðið og voru viðbrigðin mikil frá því að vera úti ?

Mér líst vel á liðið það er góð blanda af bæði eldri og yngri leikmönnum. Eina sem ég er óhress með er að vera orðinn elstur…

Viðrigðin eru alltaf mikil að koma úr því að vera bara að spila handbolta sem 100% starf og svo að fara að vinna 100% vinnu með því að vera í 100% handbolta líka. En það eru mikil forréttindi að ná því að verða atvinnumaður og það er tími sem maður á alltaf eftir að muna eftir.

Af hverju ertu ekki í Austurríki með landsliðinu ? Ertu ekkert að nálgast það ?

Tjaa þegar stórt er spurt. Að sjálfsögðu finnst mér óskiljanlegt að vera ekki með landsliðinu í Austurríki.

Maður stefnir alltaf á að komast í landsliðið og ná því að spila á móti þeim bestu. Ég hef verið viðloðandi æfingahópinn hjá liðinu undanfarin ár og ætli maður verði ekki að segja að maður sé frekar að fjarlægjast hópinn í dag heldur en að nálgast hann, maður er nú að vera 32 ára.

Er metnaðurinn og umgjörðin góð á Akureyri ? Mikið líf í handboltanum hjá félaginu ?

Akureyri er mikill handboltabær og það hefur alltaf verið góð stemmning hérna. Umgjörðin hjá liðinu er sennilega ein sú besta á landinu. Það eru ekki mörg lið á landinu sem fá að staðaldri  700-1000 manns á leik. Metnaður hjá félaginu er mikill eins og hjá okkur leikmönnum, og markmiðið er bara eitt en það er að spila um dolluna í vor.

Hver er bestur í landsliðinu að þínu mati ? Hverjir eru lykilmenn í liðinu svo við náum árangri í Austurríki ?

Íþróttamaður ársins hann Ólafur Stefánsson er klárlega besti leikmaðurinn í liðinu og ef hann heldur uppi sínum leik þá munum við spila mjög góðan sóknarleik en það hefur sjaldnast verið vandamálið hjá Íslenska liðinu. Ef við eigum að eiga möguleika á því að gera góða hluti í þessu móti verður vörn og markvarsla að vera gríðarlega sterk. Björgvin hefur verið að standa sig  gríðarlega vel undanfarið og vonandi nær hann að halda því áfram.  

Hvernig meturðu möguleika íslenska landsliðsins í riðlinum (B-riðill: Ísland, Austurríki, Danmörk og Serbía) ? Hverjir verða erfiðustu andstæðingarnir í B-riðli? Tippa á úrslit okkar leikja í riðlinum ?

Við eigum klárlega mjög góða möguleika í þessum riðli. En engu að síður eru Ísland. Danmörk og Serbía öll mjög áþekk  Austurríki er miklu meira spurningarmerki. Við verðum allavega að ná því að hafa með okkur 2 stig í milliriðlana til þess að eiga möguleika á því að fara í úrslit.

Ísland-Serbía 33-28

Ísland- Austurríki 35-25

Ísland- Danmörk 27-27

Í hvaða sæti enda strákarnir okkar ?

Ætla að vera hæfilega bjartsýnn og spá okkur 5.sæti

Nú hefurðu spilað með og á móti mörgum af strákunum í landsliðinu. Hver er besti leikmaðurinn sem þú hefur spilað með ? Hverjum er erfiðast að spila á móti og af hverju ?

Það er náttúrulega bara  upplifun að spila með Ólafi. En þeir 3 sem ég hef spilað mest með en það eru þeir  Guðjón , Róbert og Sverre en  það er virkilega gott að spila með þeim öllum.

Erfiðustu leikmennirnir eru Ólafur og Róbert.  Ólafur er með svo mikla skot- og sendingargetu að það er erfitt að spila á móti honum. Róbert er klárlega einn af bestu línumönnum í heimi og fyrir varnarmann eins og mig þá er gríðarlega erfitt að spila á móti honum, sterkur og grípur nánast allt sem kemur nálægt honum.

Ólafur Guðmundsson er samt leikmaður sem vert er að fylgjast vel með, hann mun kannski ekki vera í stóru hlutverki í þessu móti en hann á eftir að verða gríðarlega góður.

Hver er mesti furðufuglinn í landsliðinu ?

Flestir segja að Ólafur sé sá furðulegasti en ég ætla að gefa honum frí og nefna þá Róbert og Snorra sem þá furðulegustu.

Við þökkum Gulla fyrir spjallið og óskum honum góðs gengis í baráttunni í boltanum í vetur.

 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ