Víđir sigrađi Völsung 3-1.Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 167 - Athugasemdir ( )
Jónas Hallgríms fór með lærisveina sína í Völsungi suður í Garð þar sem leikið var við Víði á Garðsvelli í dag. Bjarki Baldvinsson kom Völsungum yfir eftir að Stefán Björn Aðalsteinsson hafði unnið boltann og endaði sóknin með því að Bjarki skoraði í nærhornið. Annars er sagt frá leiknum á fotbolti.net og er það eftirfarandi :
Gestirnir frá Húsavík náðu að skora fyrsta markið í
Garðinum í dag. Stefán Björn Aðalsteinsson vann boltann á miðjunni og sóknin endaði síðan á því að Bjarki
Baldvinsson fékk boltann og skoraði með skoti í fjærhornið.
Staðan var 1-0 í leikhléi en Víðismenn gáfust ekki upp og komu grimmir til leiks í síðari hálfleik. Haraldur Axel Einarsson átti
skot rétt framhjá áður en jöfnunarmarkið kom. Haraldur Axel var þá aftur að verki en hann átti skot sem fór í varnarmann og
þaðan upp í samskeytin, 1-1.
Víðismenn létu kné fylgja kviði og Marko Blagojevic jafnaði með skoti beint úr aukaspyrnu rétt við vítateiginn. Þór
Steinarsson átti stangarskot fyrir Víði áður en liði bætti við sínu þriðja marki á rúmum tíu mínútum.
Björn Hákon Sveinsson markvörður Völsungs kýldi fyrirgjöf út í teiginn, boltinn hafnaði hjá Knúti Rúnari Jónssyni,
fyrirliða Víðis, sem lagði knöttinn fyrir sig og skoraði.
Völsungur fékk fínt færi til að minnka muninn þegar að Bjarki Baldvinsson átti skot í hnedina á Víðismanni og vítaspyrna
var dæmd. Kristján Gunnar Óskarsson steig á punktinn en Rúnar Dór Daníelsson í marki Víðis. Skömmu síðar varði
Rúnar Dór einnig vel frá Aðalsteini Jóhanni Friðrikssyni en lokatölurnar 3-1.
Víðismenn eru með fimmtán stig í þriðja sæti deildarinnar, stigi á eftir Aftureldingu en Mosfellingar eiga reyndar leik til góða.
Völsungur er hins vegar í tíunda sætinu með fjögur stig.
Athugasemdir