Valsmenn stöđvuđu sigurgöngu Völsunga

Eins og kom fram í gćr eru Völsungsstrákarnir í ćfingaferđ fyrir sunnan og eftir ađ hafa sigrađ HK í gćr mćttu ţeir úrvalsdeildarliđi Vals í Egilshöllinni

Valsmenn stöđvuđu sigurgöngu Völsunga
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 342 - Athugasemdir ()

Jón Hafsteinn skorađi í dag.
Jón Hafsteinn skorađi í dag.

Eins og kom fram í gær eru Völsungsstrákarnir í æfingaferð fyrir sunnan og eftir að hafa sigrað HK í gær mættu þeir úrvalsdeildarliði Vals í Egilshöllinni í dag. Það er skemmst frá því að segja að Valsmenn sigruðu leikinn 2-1 eftir að Jón Hafsteinn Jóhannsson hafði komið Völsungi yfir í fyrri hálfleik.

Hrannar Björn Steingrímsson átti þá glæsileg skot úr aukaspyrnu sem Kjartan Sturluson varði en hélt ekki og Nonni var réttur maður á réttum stað og náði boltanum og skoraði.

Valsmenn jöfnuðu svo metin í síðari hálfleik og var þar á ferðinni Guðmundur Steinn Hafsteinsson með skalla eftir hornspyrnu. Hinn ungi og efnilegi Arnar Geir Sveinsson skoraði sigurmark Vals í blálokin eftir að hann komst einn inn fyrir.

 

Um helgina eru líka fjórir leikmenn að æfa með undirbúningshópum fyrir U-17 og U-19, þeir Hrannar Björn, Arnþór, Hafþór og Sigvaldi en þeir komu allir við sögu í leiknum gegn HK í gær.

 

Á heimasíðunni www.123.is/volsungur er sagt frá leiknum og talað við Hrannar Björn.

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ