Útićfing í mars!

Breyttir hljóta tímarnir ađ teljast á Húsavík en meistaraflokkur karla ćfđi á grasi fyrr í dag, ţann 23.mars. Ćft var á efri vellinum en vanalega hefur

Útićfing í mars!
Íţróttir - Ingvar Björn Guđlaugsson - Lestrar 539 - Athugasemdir ()

Halldór Geir međ boltann. Mynd/HH
Halldór Geir međ boltann. Mynd/HH

Breyttir hljóta tímarnir að teljast á Húsavík en meistaraflokkur karla æfði á grasi fyrr í dag, þann 23.mars. Æft var á efri vellinum en vanalega hefur liðið ekki byrjað að æfa á grasi fyrr en í maí sökum veðurfars. 

Vorkálfarnir byrjuðu á skokki áður en farið var í tveggja manna æfingar með bolta og í kærkominn reit á grasi. Ýmsar útgáfur af spili voru svo í restina en gleðin leyndi sér ekki hjá mönnum.

Allir voru ánægðir með að fá að æfa á grasi þótt aðstæður hafi mögulega ekki boðið upp á fyrirmyndar knattrakningu eða sendingar.

,,Þetta var snilld þótt völlurinn sé kannski ekki upp á sitt besta. En mjög góð tilfinning að komast út í ferska loftið og sparka smá í bolta,” sagði Halldór Geir Heiðarsson við fréttaritara um æfinguna í dag.

Hafþór Hreiðarsson mætti á svæðið og tók nokkrar myndir.

IFV2

Bræður í sókn, Hrannar í marki.

IFV2

Bergur Coloccini reynir skot.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ