rslitakeppni 4.flokks karla knattspyrnurttir - - Lestrar 194 - Athugasemdir ( )
Á föstudag var leikið á Geislavelli og áttust við í fyrri leiknum Völsungur og Breiðablik, það er óhætt að segja að heimamenn hafi farið heldur flatt í leiknum og töpuðu 1-5 eftir að hafa byrjað ílla en unnið sig nokkuð vel inní leikinn þegar líða fór á. Það var Hafþór Mar Aðalgeirsson sem skoraði mark Völsunga úr víti. Seinni leikurinn var svo leikur Hauka og Þórs og endaði hann með 3-2 sigri Hauka sem var öruggari en tölurnar gefa til kynna.
Á laugardag var leikið hér á Húsavíkurvelli og mættust Breiðablik og Haukar í fyrri leiknum. Fyrirfram var búist við að þetta yrði úrslitaleikur riðilsins og byrjuðu Breiðablik betur og komust í 1-0, stuttu síðar misnotuðu þeir vítaspyrnu og ekki var öll óheppnin búin því þeir urðu síðan manni færri áður en fyrri hálfleikur var úti. Haukarnir gengu á lagið og sigruðu leikinn 2-1 þrátt fyrir hetjulega baráttu 10 Breiðablikspilta.
Seinni leikurinn var svo úrslitaleikur Norðurlands, Völsungur – Þór, liðin voru búin að mætast tvisvar í sumar og búin að vinna sinn leikinn hvort og því mátti segja að þetta væri úrslitaviðureign bestu liða Norðurlands. Í stuttu máli náðu heimamenn sér aldrei á strik í leiknum og töpuðu honum 4-0 og fóru því sárir og svekktir heim í háttin þann daginn.
Á sunnudag fóru svo báðir leikirnir fram á sama tíma, annar á Húsavíkurvelli og hinn á Geislavelli. Á Geislavelli mættust Þór og Breiðablik, mikið andleysi var yfir Þórsurum í þessum leik sem voru samt í bullandi baráttu um að komast í úrslitaleikinn eftir sigur á Völsungi. Breiðablik sýndi mátt sinn í þessum leik og vann hann örugglega 6-1 enda á ferðinni mjög öflugt lið úr Kópavoginum.
Á Húsavíkurvelli mættust Völsungur og Haukar í skemmtilegasta leik helgarinnar. Haukarnir byrjuðu betur og komust í 2-0 en heimamenn voru þó inní leiknum allan tímann fram að leikhléi. Í seinni hálfleik tóku heimamenn öll völd á vellinum og spiluðu glimrandi fínan fótbolta og uppskáru glæsilegt mark, sennilega það flottasta á Húsavíkurvelli í sumar, um miðjan hálfleikinn. Hafþór Mar Aðalgeirsson smurði boltanum í bláhornið rétt undir þverslánna eftir að hafa leikið glæsilega á varnarmann. Eftir þetta voru Völsungar óheppnir að ná ekki að jafna en markmaður Hauka var vel á verði og stoppaði allt sem á hann kom eftir þetta, vert er að minnast þess að Snæþór Sigmundsson varði glæsilega í einni sókn Haukanna í seinni hálfleik og eru það klárlega tilþrif sem eiga tilkall til þeirra bestu hér á velli sumar.
Haukar unnu því alla leikina sína og fara í úrslitaleik um næstu helgi og
mæta HK.
Það er ljóst að þrátt fyrir að heimamenn hafi ekki náð að sýna sitt rétta andlit í
öllum leikjunum er framtíðin björt hjá þeim og Völsung, í þessum hópi eru fullt af strákum sem eiga eftir að spila fyrir
Völsung í meistaraflokki og jafnvel fara enn lengra ef þeir halda rétt á sínum málum.
Meðfylgjandi mynd tók Már Höskuldsson
Athugasemdir