Upphitun fyrir leiki helgarinnarrttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 529 - Athugasemdir ( )
Meistaraflokkur karla spilar sinn annan deildarleik í Hveragerði á laugardag er þeir mæta liði Hamars á Grýluvelli. Völsungar unnu KF 1-0 í 1.umferð með marki Ásgeirs Sigurgeirssonar eins og flestum ætti að vera orðið kunnugt um en Hamar gerði 3-3 jafntefli á heimavelli gegn Gróttu. Þar lentu þeir 1-3 undir en gáfust ekki upp og jöfnuðu leikinn í uppbótartíma. Eins og áður eru miklar mannabreytingar á milli ára hjá Hamarsliðinu. Fleiri en 10 nýjir leikmenn hafa samið við Hamar og annar eins fjöldi hefur yfirgefið liðið en einnig skiptu þeir um þjálfara. Salih Heimir Porca, fyrrum þjálfari kvennaliðs Hauka, er kominn í brúnna í Hveragerði þar sem reynsla hans sem leikmanns gæti nýst vel.
Síðustu tvö ár hafa Völsungar gert jafntefli á Grýluvelli, 0-0 í 1.umferð árið 2010 og 2-2 árið 2011 þar sem Alli Jói skoraði bæði mörk okkar. Ef menn mæta jafn tilbúnir í þennan leik og þeir gerðu gegn KF í 1.umferð þá eiga þeir góða möguleika á sigri. Menn mega þó ekki halda að þetta komi allt af sjálfu sér fyrst að fyrsti leikur vannst. Frá fyrstu mínútu verður að gefa allt í leikinn og vera tilbúnir í það að berjast hver fyrir annan. Nú verða menn að breyta óstöðugleikanum sem hefur of oft verið á milli leikja og byggja á sterkum upphafsleik.
Meistaraflokkur kvenna hefur sína deildarkeppni á nýja gervigrasvelli Fram í Úlfarsárdal þar sem þær einmitt mæta heimastúlkum í Fram. Húsvíkingurinn Haukur Hilmarsson þjálfar lið Framstúlkna og gerði það einnig í fyrra. Völsungsstúlkur voru með Fram í riðli á síðasta tímabili og mættu þeim þá líka í 1.umferð. Völsungur vann þann leik 5-2 og gerðu 1-1 jafntefli gegn þeim í seinni leiknum á Húsavíkurvelli. Um Framliðið er fátt annað að segja en að úrslit þeirra hafa verið misjöfn í vetur og þær hafa fengið til sín liðsstyrk núna rétt fyrir mót. Mikill stígandi hefur verið í Völsungsliðinu undanfarið og síðasti keppnisleikur þeirra gegn ÍA gaf góð fyrirheit fyrir sumarið. Ef stelpurnar trúa því að þær geti unnið eru þeim allir vegir færir í sumar. Samstaða, vilji og trú á verkefninu er gott veganesti inn í þennan fyrsta leik sem og aðra.
Fulltrúar heimasíðunnar munu fylgja liðunum okkar í leikina og gefa þeim góð skil á síðunni um helgina.
Við óskum meistaraflokkum okkar góðs gengis á morgun og hvetjum alla Völsunga sunnan heiða að kíkja á sín lið. Kvennaliðið mætir Fram í Úlfarsárdal kl.15.00, laugardag og karlaliðið mætir Hamar á Grýluvelli í Hveragerði kl.16.00 sama dag.
Stelpurnar mæta Fram í fyrsta leik sumarsins
ÁFRAM VÖLSUNGUR!
Athugasemdir