Undanúrslitaleikur í Boganum í kvöld

Karlaliđ Völsungs í knattspyrnu mćtir Tindastóli/Hvöt í undanúrslitum B-deildar Lengubikarsins í dag. Leikurinn fer fram í Boganum kl. 19:00 en í hinum

Undanúrslitaleikur í Boganum í kvöld
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 347 - Athugasemdir ()

Karlalið Völsungs í knattspyrnu mætir Tindastóli/Hvöt í undanúrslitum B-deildar Lengubikarsins í dag. Leikurinn fer fram í Boganum kl. 19:00 en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Afturelding og Njarðvík á Varmárvelli. Þau lið sem vinna og komast í úrslit mætast síðan í úrslitaleiknum á annan í páskum.

 

Sigurður Halldórsson (Siggi Donna) sem þjálfaði Völsung hér í eina tíð þjálfar Tindastól/Hvöt en þessi lið sameinuðust síðasta haust. Í Soccerademótonui í vetur sigruðu norðvestlendingarnir 4-1 og því eiga þeir grænu harma að hefna.

 

En eins og áður segir hefst leikurinn kl. 19:00 í Boganum og strákarnir þiggja örugglega allan þann stuðning sem í boði er og því upplagt að skella sér á leikinn ef aðstæður leyfa.

 

 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ