Umfjöllun: Völsungsdrengir hirtu öll stigin í fyrsta deildarleik sumarsins

Íslandsmótiđ hófst í dag hjá strákunum er Völsungur mćtti KF í 2.deild karla. Leikiđ var í Boganum en Húsavíkurvöllur er enn ađ skríđa undan vetri og

Umfjöllun: Völsungsdrengir hirtu öll stigin í fyrsta deildarleik sumarsins
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 705 - Athugasemdir ()

Íslandsmótið hófst í dag hjá strákunum er Völsungur mætti KF í 2.deild karla. Leikið var í Boganum en Húsavíkurvöllur er enn að skríða undan vetri og verður væntanlega klár í næsta heimaleik sem fer fram 26.maí. Það var allt annað Völsungslið sem mætti til leiks i dag en það sem spilaði á Dalvík um síðustu helgi. Ungstirnið Ásgeir Sigurgeirsson skoraði eina mark leiksins og tryggði Völsungi fyrstu þrjú stig sumarsins. Völsungar spiluðu með sorgarbönd í dag til minningar um Ásgeir Þórðarson sem lést fyrir aldur fram í vikunni sem leið.

Byrjunarlið Völsungs:
Dejan Pesic, Stefán Jón Sigugeirsson, Marko Blagojevic, Gunnar Sigurður Jósteinsson, Sigvaldi Þór Einarsson, Bergur Jónmundsson, Sigþór Hannesson, Arnþór Hermannsson, Hafþór Mar Aðalgeirsson, Ásgeir Sigurgeirsson (Aðalsteinn Jóhann Friðriksson '80), Tine Zornik

Gul spjöld: Hafþór Mar Aðalgeirsson, Arnþór Hermannsson, Stefán Jón Sigurgeirsson og Dejan Pesic.

kf1
Það tók okkar menn ekki langan tíma að stimpla sig inn í Íslandsmótið en strax á þriðju mínútu fær Hafþór Mar sendingu inn fyrir hægra megin frá Arnþóri, sem kemur með þennan líka fallega bolta yfir á fjær þar sem Ásgeir Sigurgeirsson var mættur og hamraði boltann í netið, 1-0 og mótið formlega hafið.

Öryggi var í varnarleik Völsunga framan af og sóknarleikur KF-manna samanstóð af fyrirgjöfum, endalausum fyrirgjöfum. Völsungar voru grimmir við að stinga inn á Haffa sem skilaði þó ekki mörgum færum. Ásgeir, Tine og Hafþór voru grimmir í pressu sinni fremst á vellinum og gestirnir náðu ekki að spila boltanum á jörðinni heldur hömruðu fram án árangurs.

Ásgeir Sigurgeirs var negldur niður eftir að hafa stolið boltanum af bakverði KF og komið sér fram úr honum. Sigvaldi tók aukaspyrnuna sem kom á fjærstöng þar sem Hafþór tók boltann á lofti og hamraði framhjá stönginni fjær. Ágætis færi, en þó nokkuð þröngt. Aðeins mínútu síðar fengu KF menn sókn, áttu góða fyrirgjöf þar sem framherji þeirra klippti knöttinn en Dejan Pesic átti flotta sjónvarpsvörslu þar sem hann sló boltann yfir.

kf3            Hafþór Mar fékk að líta gula spjaldið frá Jan Erik dómara leiksins

Völsungar geystust fram í skyndisókn eftir hornspyrnuna sem fylgdi í kjölfarið. Tine Zornik gaf boltann fyrir og Hafþór fékk hann á endanum með bakið í markið, sneri sér snögglega og þrumaði boltann neðst í nærstöngina. Virkilega vel skotið hjá Haffa og óheppni að boltinn hafi ekki endað í netinu. Ekki urðu mörkin fleiri í fyrrihálfleik og strákarnir leiddu í leikhlé,1-0.

Völsungar mættu grimmir út í seinni hlutann og á 50.mínútu sleppur títtnefndur Ásgeir einn í gegn eftir frábæran undirbúning Tine Zornik. Markvörður gestanna tekur Ásgeir niður í þann mund sem hann er að sleppa framhjá honum en dómari leiksins Jan Erik Jessen ákveður að dæma brot á Ásgeir en ekki vítaspyrnu og sá dómur þótti með þeim furðulegri svo ekki meira sé sagt. Aftur var það sama sagan á 66.mínútu er Hafþór Mar var felldur innan teigs og enn og aftur lá dómari leiksins Jan Erik í djúpum svefn og ekkert dæmt. Vaknaðu Jan Erik, vaknaðu vinur.

Á 75.mínútu klikkaði rangstöðuvörn Völsunga og Sigurbjörn Hafþórsson slapp í gegn en Dejan Pesic sá við honum og varði frábærlega, í raun og vera bara át hann. Á 78.mínútu slapp Tine Zornik svo í gegn en setti boltann yfir markvörð gestanna og markið sömuleiðis, kjörið tækifæri fór þar forgörðum. Fljótlega á eftir lagði Tine boltann út á Arnþór sem átti skot en það var vel varið af markverði gestanna.

dejankf                                  Dejan Pesic stóð vaktina vel í markinu

Á 80.mínútu gerðu Völsungar sína fyrstu og einu skiptingu. Aðalsteinn Jóhann Friðriksson kom þá inn á í stað Ásgeirs Sigurgeirssonar sem hafði átt frábæran leik en hann var valinn Heimabakarísmaður leiksins og fékk að launum hinn fræga Súkkulaðiskó afhentann að leik loknum, auk gjafabréfs í Heimabakarí. Völsungar kláruðu leikinn á fullu og gáfu sig alla í verkefnið sem skilaði þremur mikilvægum stigum í dag. Lokatölur í Boganum, 1-0 fyrir Völsung.

kf4                          Arnþór Hermannsson undirbýr sig fyrir aukaspyrnu

Fyrsti sigur sumarsins orðinn að veruleika og frábær samheldni, barátta og gleði var það sem skóp þennan sigur í dag. Þeir sýndu það strákarnir að þeir eru tilbúnir í sumarið og virkilega gaman að horfa á liðið spila með hjartanu og af gleði. Nýju leikmennirnir komu sterkir inn, varnarmaðurinn Marko Blagojevic var frábær í vörninni og stjórnaði henni eins og kóngur ásamt því að færa mikla ró yfir félaga sína í varnarlínunni. Sömuleiðis átti markvörðurinn Dejan Pesic góðan leik og stóð vaktina virkilega vel í rammanum. Bergur Jónmundsson átti afbragðsleik á miðjunni og tapaði varla návígi né skallabolta. Heilt yfir áttu leikmenn liðsins mjög góðan dag.

Nú er það næsta verkefni sem menn þurfa að fara hugsa um en það var gaman að horfa á liðið í dag því leikmenn Völsungs sýndu það að þeir eru mættir í Íslandsmótið og vonandi að þetta sé undiralda af því sem koma skal. Næsti leikur liðsins er um næsti helgi er Völsungur mætir Hamar í Hveragerði og hvetjum við alla til að mæta þangað og styðja við bakið á þeim grænklæddu. Fótboltasumarið 2012 er hafið!

kf5                          Bergur Jónmundsson var frábær á miðjunni í dag

kf6 Hrannar Björn fyrirliði Völsungs var á skýrslu í dag en það styttist óðum í hann

kf7
                         Ásgeir Sigurgeirsson, Heimabakarísmaður leiksins

Tengdar greinar:
Dragan: Ætlum að fagna aðeins í kvöld en gleymum þessum leik strax á morgun
Ásgeir Sigurgeirsson: Hann getur kennt manni eitthvað en ég honum líka


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ