Umfjöllun: Vindurinn í ađalhlutverki í opnunarleik Húsavíkurvallar

Ţađ blés duglega á Húsavíkurvelli í dag er Völsungur tók á móti Gróttu í fyrsta leik sumarsins á heimavelli Völsungs. Ágćtis mćting var á völlinn en fyrir

Umfjöllun: Vindurinn í ađalhlutverki í opnunarleik Húsavíkurvallar
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 500 - Athugasemdir ()

Frá leiknum í dag
Frá leiknum í dag

Það blés duglega á Húsavíkurvelli í dag er Völsungur tók á móti Gróttu í fyrsta leik sumarsins á heimavelli Völsungs. Ágætis mæting var á völlinn en fyrir leikinn voru Völsungsdrengir með fullt hús stiga eftir að hafa sigrað KF og Hamar í fyrstu tveimur umferðunum.

Byrjunarlið Völsungs:
Dejan Pesic, Stefán Jón Sigurgeirsson, Gunnar Sigurður Jósteinsson (f), Marko Blagojevic, Sigvaldi Þór Einarsson, Sigþór Hannesson(Ármann Örn Gunnlaugsson '76), Bjarki Þór Jónasson(Halldór Fannar Júlíusson '88), Arnþór Hermannsson, Hafþór Mar Aðalgeirsson, Ásgeir Sigurgeirsson(Aðalsteinn Jóhann Friðriksson '85), Tine Zornik.

Gul spjöld: Stefán Jón Sigurgeirsson, Gunnar S. Jósteinsson, Ármann Örn Gunnlaugsson, Bjarki Þór Jónasson.

Hvasst var á Húsavíkurvelli þegar leikur Völsungs og Gróttu hófst kl.14. Lítið gerðist framan af en Tine Zornik fór upp í skallaeinvígi og þurfti útaf til aðhlynningar. Hann kom inn á aftur eftir nokkrar mínútur með þessa líka fallegu umbúðir um höfuðið.

tinegrotta
                                                     Tine Zornik í baráttunni

Á 19.mínútu fengu Gróttumenn dauðafæri eftir frábæran sprett Sölva Davíðssonar en hann spólaði sig framhjá hverjum Völsungnum á fætur öðrum og lagði boltann svo til hliðar á samherja sinn við vítateiginn. Sá var í dauðafæri en lélegt skot og góð viðbrögð Dejan Pesic í marki Völsungs varð til þess að enn var markalaust.

Völsungar áttu góða sókn rétt fyrir leikhlé en þá spila þeir sín á milli þrír-fjórir og Tine Zornik kemur með fyrirgjöf frá vinstri, menn áttu í erfiðleikum með að ákveða hvert ætti að senda boltann eða út á hvern ætti að leggja knöttinn. Boltinn endar fyrir utan teig þar sem Bjarki Þór Jónasson fær hann og á skot sem að markvörður Gróttu varði auðveldlega. Staðan jöfn í hálfleik.

bjarki
                                                       Bjarki Þór Jónasson

Völsungar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og eftir laglegt samspil Hafþórs og Tine fékk Arnþór boltann í teignum en skaut í varnarmann. Eftir tæpan klukkutíma tekur Dejan langa spyrnu fram, boltinn skoppar yfir varnarmann Gróttu og Hafþór Mar tekur hann á lofti framhjá fjærstönginni. Gott tækifæri og á góðum degi hefði Haffi slummað þessum í netið.

Á 76.mínútu fengu gestirnir gott tækifæri til þess að komast yfir en eftir mikið klafs inn í teig Völsungs náðu þeir grænklæddu að hreinsa frá, stál heppnir heimamenn. Undir lok leiks fá heimamenn aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, klukkan veifaði 95.mínútum og tók Arnþór Hermannsson það að sér að taka síðustu spyrnu leiksins. Hann átti gott skot á fjær en markvörður gestanna varði vel og bjargaði sínum mönnum. Liðin sættust á jafntefli og lokatölur markalaust, 0-0, í fyrsta leik sumarsins á Húsavíkurvelli.

Heimabakarísmaður leiksins: Dejan Pesic
peiscsukkuladi

asg

grotta

sigþór

asg2


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ