Umfjllun: Veisla fyrir vestanrttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 606 - Athugasemdir ( )
Kvennalið Völsungs flaug vestur og sótti þrjú góð stig en liðið sigraði BÍ/Bolungurvík, 0-4, í 17 sitga hita og logni
á Torfnesvelli í kvöld. Ruth Ragnarsdóttir skoraði tvö fyrstu mörkin, Helga Björk Heiðarsdóttir bætti við því
þriðja og Hulda Ósk Jónsdóttir kláraði dæmið með marki á lokamínútu leiksins.
Byrjunarlið Völsungs:
Anna Guðrún Sveinsdóttir, Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir (Hulda Ósk Jónsdóttir '45), Jana Björg Róbertsdóttir,
Jóney Ósk Sigurjónsdóttir (Þórunn Birna Jónsdóttir '80), Ásrún Ósk Einarsdóttir, Anna Halldóra
Ágústsdóttir, Helga Björk Heiðarsdóttir, Harpa Ásgeirsdóttir (f), Berglind Ósk Kristjánsdóttir (Ragna Baldvinsdóttir
'88), Dagbjört Ingvarsdóttir, Ruth Ragnarsdóttir (Kristín Lára Björnsdóttir '85).
Stelpurnar voru mættar á Ísafjörð til þess að hefna fyrir síðustu viðureign liðanna og þær byrjuðu með látum. Ruth
Ragnarsdóttir slapp ein í gegn á 9.mínútu leiksins eftir sendingu frá fyrirliðanum Hörpu Ásgeirsdóttir og klárið
færið af yfirvegun í hornið. Völsungsstúlkur strax komnar með forystuna og frábær byrjun.
Korteri síðar hnoðuðu stúlkurnar í sömu uppskrift á nýjan leik. Keimlíkt mark en Harpa fyrirliði átti þá sendingu
innfyrir líkt og í fyrsta markinu og Ruth þakkaði fyrir sig með snyrtilegri afgreiðslu, staðan 0-2 og sjálfstraust Völsunga
allsráðandi.
Helga Björk Heiðarsdóttir minnti á sig og klíndi þriðja markinu í netið með glæsilegu skoti fyrir utan teig og stelpurnar búnar
að slá upp veislu fyrir vestan. Staðan, 0-3, eftir 37 mínútur og heimamenn í stúkunni orðnir vandræðalegir. Þannig stóðu
leikar í hálfleik og stelpurnar í virkilega góðri stöðu fyrir síðari hálfleikinn.
Fátt markvert gerðist í síðari hálfleiknum en Hulda Ósk átti fínt skot sem fór framhjá stönginni seint í leiknum.
Hún kláraði hinsvegar dæmið á 90.mínútu leiksins en Hulda fór þá illa með varnarmann heimamanna og kláraði
færi sitt auðveldlega. Stelpurnar lönduðu sigrinum af yfirvegun og lokatölur á Ísafirði, 0-4, Völsung í vil.
Glæsilegur sigur hjá stelpunum en þær fylgdu hér eftir flottum sigri í Keflavík í síðustu umferð og skríða hratt upp
töfluna en eftir leikinn eru þær jafnar Grindvíkingum með 16 stig í fjórða sæti riðilsins.
Til hamingju stelpur!
Athugasemdir