Umfjöllun: Ţögn á DalvíkurvelliÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 644 - Athugasemdir ( )
Meistaraflokkur karla er úr leik í Bikarkeppni KSÍ en liðið átti aldrei séns á Dalvíkurvelli í dag
þar sem heimamenn fóru með sigur í fyrstu umferð bikarsins og lokatölur 4-1. Strákarnir mættu í raun aldrei á staðinn og þessi
svo kallaði bikardraumur virtist hafa sett liðið bara í dvala en það var þögn á Dalvíkurvelli í dag.
Byrjunarlið Völsungs:
Snæþór Haukur Sveinbjörnsson, Sindri Ingólfsson (Bjarki Freyr Lúðvíksson 70'), Bjarki Þór Jónasson, Gunnar Sigurður
Jósteinsson, Sigvaldi Þór Einarsson, Arnþór Hermannsson, Bergur Jónmundsson, Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, Hafþór Mar
Aðalgeirsson, Ásgeir Sigurgeirsson (Sigþór Hannesson 85'), Tine Zornik
Heimamenn mættu miklu sprækari í átökin og ljóst var í upphafi leiks að þeir ætluðu sér áfram í keppninni. Fyrsta
dauðafæri þeirra kom strax á 10.mínútu en þá skjóta þeir framhjá fyrir opnu marki og þar fengu Völsungar
ágætis áminningu um að sumarið væri byrjað. Það var þó ekki nóg til þess að vekja Völsungsliðið þar
sem á næstu fimm mínútum skora Dalvík/Reynir fyrstu tvö mörk leiksins. Samskiptaleysi og óskipulag hjá öftustu mönnum gerði
það að verkum að allt opnaðist og eðlilega gengu heimamenn á lagið, staðan 2-0 eftir kvörtung.
Sama sagan hélt áfram, dauðafæri á eftir dauðafæri fór forgörðum hjá Dalvík/Reyni og okkar menn óneitanlega heppnir
að mörkunum fjölgaði ekki en ljóst var að þetta hefði getað orðið annasamur dagur hjá starfsmanni vallarins sem sat við vallarklukkuna.
Strákarnir héldu út til leikhlés og staðan óbreytt 2-0 í hálfleik.
Þeir stuðningsmenn Völsungs sem stóðu kuldalegir á svip upp í stúku gerðu sér vonir um að einhverskonar vakning hefði átt
sér stað inn í búningsklefa í hálfleik og jafnvel að menn færu að gera eitthvað sem minnti á íþróttina knattspyrnu,
en svo var ekki. Það gekk ekkert upp hjá okkar mönnum og einungis spursmál hvenær þriðja markið myndi detta. Heimamenn sem voru á öllum
sviðum sterkari í dag héldu áfram að spila sinn leik og á 54.mínútu skora þeir þriðja markið eftir aukaspyrnu frá vinstri
væng, 3-0. Völsungur tekur miðjuna og það var líkt og spólað hefði verið til baka en fjórða markið kom aðeins
mínútu síðar og var keimlíkt markinu sem heimamenn skoruðu mínútu áður, aukaspyrna frá vinstri og boltinn fer í gegnum allan
pakkann og endar í netinu, 4-0.
Eftir klukkutímaleik þá virtist ákveðið kæruleysi koma í Dalvíkingana því sigurinn gott sem kominn og til að mynda
þá tóku þeir út sinn besta mann, eflaust bara til að hvíla hann. Völsungar sköpuðu sér lítið fram á við en
liðið átti í heildina um þrjú marktækifæri og segir það eflaust alla söguna. Völsungur náði aldrei að tengja saman
vörn, miðju og sókn en það var gjörsamlega allt steindautt inn á vellinum, enginn talandi og engin stemning. Það var svo á
lokamínútu leiksins sem strákarnir ná rétt að klóra í bakkann en Bjarki Þór Jónasson minnkaði muninn með skallamarki
og þar með lauk bikarævintýri Völsungs þetta árið. Lokatölur á Dalvík 4-1.
Bjarki Þór skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark
í dag.
Það verður að viðurkennast að það voru engin einkenni um það að þetta væri stundin og leikurinn sem allir væru búnir
að vera bíða eftir. Í allan vetur hafa menn verið að undirbúa sig og gera sig klára fyrir akkurat þetta móment en það var engan
veginn að sjá, því miður. Það er ljóst að leiðin liggur aðeins upp á við núna og ef þetta fær ekki menn til
þess að vakna og átta sig á því að sumarið er byrjað þá þarf á miklum breytingum að halda. Sorglegt að sjá
menn fara inn í fyrsta stríð sumarsins og ekki gefa allt sem þeir eiga, þrátt fyrir reynsluleysi og annað þá á móti ættu
þessir strákar að vera tilbúnir til að gefa allt sitt í leikinn og þeir vita það vel að þeir eiga allir sem einn miklu meira inni.
Vissulega vantaði nokkra leikmenn í hópinn okkar í dag en það er engin afsökun, við erum lið og þegar að leikmenn vantar sem eru ekki
leikfærir þá koma næstu menn inn og eru klárir, þess vegna kallast þetta lið.
Marko, Donni, Hrannar, Jónas og Halldór voru allir utan vallar í dag.
Einu ljósu punktarnir voru að Bjarki Þór Jónasson skoraði sitt fyrsta meistaraflokksmark fyrir Völsung og hinn er að sumarið er komið og ballið
er byrjað. Nú snúum við hausum okkar að næstu helgi en þá hefst íslandsmótið og 2.deildin fer á flug. Strákarnir
mæta KF og trúi ég ekki öðru en að þar ætli menn að mæta gjörsamlega snælduvitlausir til leiks og sýna
stuðningsmönnum félagsins og ekki síst sjálfum sér að það er ástæða fyrir því að þeir eru í
þessu og að dagurinn í dag hafi verið frávik frá því sem koma skal. Venjan er að velja mann leiksins en að þessu sinni tel ég
það óþarfi þar sem enginn á skilið þá hlotningu fyrir leik sinn í dag.
Upp með hausinn, berjið ykkur saman og sýnið félaginu ykkar þá virðingu að gera þetta af fullum hug og hjarta. Einn fyrir alla, allir fyrir einn.
Áfram Völsungur !
Sóknarmaðurinn Tine
Zornik spilaði sinn fyrsta leik fyrir Völsung.
Sömuleiðis Sigþór Hannesson sem kom inná undir lokin.
Steinþór eða Stubbur fyrrum leikmaður Völsungs var í marki Dalvíkinga.
Tengdar greinar:
Alli Jói: Ég skammast mín
Athugasemdir