Umfjllun: Sludans Vesturbnum

Slin skein Vesturbnum en mtti finna fyrir vnni golu er Vlsungar tpuu, 2-1, fyrir KV gervigrasinu KR-velli egar a 7.umfer 2.deildar fr

Umfjllun: Sludans Vesturbnum
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 500 - Athugasemdir ()

sgeir skorai a venju
sgeir skorai a venju

Sólin skein í Vesturbænum en þó mátti finna fyrir vænni golu er Völsungar töpuðu, 2-1, fyrir KV á gervigrasinu á KR-velli þegar að 7.umferð 2.deildar fór fram í gær. Okkar menn tóku forystuna með marki frá landsliðs-Geira en hann var á markaskónum sem fyrr. Heimamenn skoruðu svo tvö mörk fyrir leikhlé en það er óhætt að segja að óheppnin hafi leikið um þá grænu í síðari hlutanum því inn vildi boltinn bara alls ekki og hálfgerður súludans átti sér stað undir lokin. Lokatölur, 2-1.

Byrjunarlið Völsungs: Dejan Pesic, Stefán Jón Sigurgeirsson, Marko Blagojevic, Gunnar Sigurður Jósteinsson, Sigvaldi Þór Einarsson, Halldór Fannar Júlíusson (Halldór Geir Heiðarsson '87), Bjarki Þór Jónasson (Ármann Örn Gunnlaugsson ’87), Arnþór Hermannsson, Hafþór Mar Aðalgeirsson, Hrannar Björn Steingrímsson (f), Ásgeir Sigurgeirsson (Aðalsteinn Jóhann Friðriksson ’87)

Gul spjöld: Marko Blagojevic, Gunnar S. Jósteinsson & Bjarki Þ. Jónasson

Strákarnir byrjuðu leikinn ágætlega og virtust ætla sér allt sem í boði var þennan daginn. Það var svo á 20.mínútu leiksins sem Völsungar skora fyrsta mark leiksins. Hafþór Mar Aðalgeirsson brunar þá upp hægri vænginn og gefur hann fyrir, boltinn dettur á fjærstöng þar sem ungstirnið Ásgeir Sigurgeirsson var mættur og klíndi boltanum snyrtilega í nærhornið, 0-1 og þeir grænu á leið í Vesturbæjarís eftir leik.

20
                                          Strákarnir að fagna marki Ásgeirs

Eftir markið virtist sem bætt hefði verið tugi kílóa á bakið á flest öllum leikmönnum liðsins því þeir virkuðu þungir og tilraunakenndur sóknarleikur liðsins skilaði litlu. Heimamenn gengu á lagið, tóku leikinn í sínar hendur og jöfnuðu aðeins tíu mínútum eftir að Ásgeir hafði komið grænklæddum yfir. Þá fengu heimamenn vítaspyrnu eftir að Stefán Jón Sigurgeirsson braut á sóknarmanni KV en hann einhvernveginn skíðaði aftan á hann lauslega og víti dæmt fyrir litlar sakir. Gunnar Kristjánsson steig á punktinn og Dejan Pesic varði spyrnuna örugglega en KV-menn voru fyrri til, hirtu frákastið og tóku forystuna. Ég set stórt spurningarmerki við það hvar leikmenn Völsungs voru á þessu andartaki því það var ekki einn leikmaður sjáanlegur innan teigs eftir að spyrnan var tekin og það er gjörsamlega óþolandi að horfa upp á því ef að markmaður liðsins er að éta vítaspyrnu þá er það ófyrirgefanlegt ef hinir leikmenn liðsins eru ekki mættir til þess að hreinsa túðruna í burtu. Virkilega lélegt.

21
                      Dejan Pesic að borða Gunnar Kristjánsson í fyrra vítinu

Annað mark KV kom svo á 38.mínútu en þá var Gunnar Kristjánsson aftur á ferðinni er hann kláraði færi sitt vel vinstra megin úr vítateignum í fjærhornið framhjá Dejan Pesic í markinu. Stuttu síðar flautaði Frosti Viðar Gunnarsson, dómari leiksins, og liðin gengu til búningsherbergja. Staðan 2-1 í leikhlé.

Það var allt annað að sjá til Völsungsliðins í síðari hálfleik en loks fór boltinn að rúlla á milli manna og útlit fyrir að strákarnir myndu vinna sig aftur inn í leikinn. Eftir um klukkutíma leik sendir Arnþór fínan bolta inn fyrir á Hafþór Mar sem fór ílla með miðvörð KV og lagði boltann fyrir sig í miðjum teignum þar sem hann lét vaða á markið en skot hans sveif rétt framhjá fjærstönginni og mátti heyra vonbrigðaróm í húsvískum áhorfendum á KR-velli.

Korteri seinna fá heimamenn sína aðra vítaspyrnu í leiknum. Enn veit enginn fyrir hvað eða hvernig þeim var færð þessi vítaspyrna, önnur hræódýra vítaspyrnan sem heimamenn fá í leiknum en eftir að Frosti Viðar dómari hafði vísað á punktinn þá spjaldaði hann Bjarka Þór Jónasson sem gerði þó lítið sem ekki neitt þegar að atvikið átti sér stað og skildi eðlilega lítið í því er Frosti otaði gula spjaldinu framan í hann því það var Marko sem átti í baráttu við framherja KV sem fiskaði vítaspyrnuna. Nú var komið að Davíð Birgissyni sem steig á punktinn því ekki treysti Gunnar Kristjánsson sér aftur og Dejan Pesic gjörsamlega át hann líka, vel varið og Dejan hélt sínum mönnum á lífi.

Rúmum tíu mínútum síðar fær Arnþór Hermannsson boltann fyrir utan teig eftir hælsendingu frá Hrannari og lætur vaða á markið en boltinn söng í þverslánni og heimamenn stálheppnir að jöfnunarmarkið skildi ekki detta þarna. Okkar menn voru ekki hættir því stuttu síðar er komið var fram í uppbótartíma var sami söngur sunginn en þá slapp Hafþór Mar inn fyrir vörn KV eftir lausa en tilþrifamikla hælsendingu frá Arnþóri og hamraði boltann sömuleiðis í þverslánna úr dauðafæri en sem fyrr inn vildi boltinn alls ekki. Völsungar þurftu á endanum að játa sig sigraða eftir flottan seinni hluta og lokatölur í Vesturbænum, 2-1, fyrir KV og svekktir Völsungar gengu af velli þar sem þeir áttu vissulega mun meira skilið frá þessum leik en tóma vasa og engan ís.

Eftir sjöundu umferð deila strákarnir 6-7 sæti með Njarðvíkingum en bæði lið eru með 11 stig og jöfn á markatölu. Næsti leikur strákanna er um næstu helgi þar sem þeir fá botnlið deildarinnar KFR í heimsókn á Húsavíkurvöll en liðið hefur ekki enn unnið leik í sumar og þar kemur ekkert annað en sigur til greina ef Völsungar ætla sér að taka þátt í toppbaráttunni í sumar.

Maður leiksins: Dejan Pesic
1

2

3

5

6

7

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

Tengdar greinar:
Dragan: Það getur allt gerst í fótbolta

Ásgeir: Vorum virkilega óheppnir


Brandur Jónsson mætti með vélina á völlinn en hér má sjá fullt af fínum myndum frá leiknum. Þökkum kærlega fyrir þær.
Myndir: KV-Völsungur 23.júni 2012


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr