Umfjllun: Stelpurnar nu ekki a stoppa sigurgngu Fram

Kvennali Vlsungs tk mti Fram Hsavkurvelli gr en fyrir leikinn voru Framstlkur taplausar me fullt hs stiga toppi B-riils. Jafnri var

Umfjllun: Stelpurnar nu ekki a stoppa sigurgngu Fram
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 587 - Athugasemdir ()

Elfar rni afhennti Jney verlaunin
Elfar rni afhennti Jney verlaunin

Kvennalið Völsungs tók á móti Fram á Húsavíkurvelli í gær en fyrir leikinn voru Framstúlkur taplausar með fullt hús stiga á toppi B-riðils. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum en í seinni hluta síðari hálfleiks brotnuðu heimastúlkur og gestirnir lönduðu sigrinum örugglega, lokatölur 1-5.

Byrjunarlið Völsungs:
Anna Jónína Valgeirsdóttir, Elma Rún Þráinsdóttir (Kristín Lára Björnsdóttir '78), Ásrún Ósk Einarsdóttir, Anna Halldóra Ágústsdóttir, Helga Guðrún Guðmundsdóttir (Heiðdís Hafþórsdóttir '37), Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir, Jóney Ósk Sigurjónsdóttir, Helga Björk Heiðarsdóttir, Harpa Ásgeirsdóttir (f), Berglind Ósk Kristjánsdóttir (Þórunn Birna Jónsdóttir '81), Ruth Ragnarsdóttir (Ragna Baldvinsdóttir '78).

Okkar stelpur byrjuðu leikinn af krafti og voru til alls líklegar fyrstu 25 mínúturnar. Harpa Ásgeirs fyrirliði var nærri því búin að koma Berglindi Kristjáns í dauðafæri með fínni sendingu inn fyrir en Berglind örfáum skrefum frá því að ná til boltans og markvörður gestanna bjargaði þeim fyrir horn.

Berglind
                                    Berglind Kristjánsdóttir var spræk í sókninni

Stuttu síðar var Berglind Kristjánsdóttir aftur á ferðinni en hún var að koma sterk inn í lið Völsungs, sýndi gæði og hressti verulega upp á sóknarleikinn. Hún fékk þá boltann eftir fínt uppspil, rennir honum inn fyrir á Ruth Ragnarsdóttir vinstra megin í vítateignum en á síðustu stundu nær varnarmaður Frammara að kasta sér fyrir skot hennar. Fín sókn og líf í Völsungsliðinu.

Fyrsta mark leiksins kom svo eftir tæpan hálftíma en þá slapp framherji gestanna alein í gegn og skoraði auðveldlega. Annað mark Framstúlkna kom strax í kjölfarið eða aðeins þremur mínútum eftir það fyrsta er þær skoruðu með skalla eftir hornspyrnu, 0-2 og má setja spurningarmerki við dekkunina í teignum hjá okkar stelpum.

Tíu mínútum síðar þurfti Helga Guðrún Guðmundsdóttir að yfirgefa völlinn en hún hafði ekki enn náð sér af veikindum og Heiðdís Hafþórsdóttir kom inn í hennar stað. Undir lok fyrri hálfleiksins voru Völsungar nærri því að minnka muninn. Jóney Ósk tók þá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en skot hennar söng í þverslánni. Óheppin og staðan í hálfleik, 0-2.

Jóney hamrar í slá
                                       Aukaspyrnan frá Jóney Ósk söng í slánni

Frammarar voru ekki lengi að bæta við þriðja markinu eftir að síðari hlutinn hófst því á 51 mínútu endaði boltinn í netinu eftir mikinn darraðadans í teig Völsungs en það virtist sem boltinn færi af Elmu Rún og í markið eftir klafs í teignum. Staðan 0-3.

Það kom svo loks að því að heimastúlkur svöruðu en á 69.mínútu leiksins skoruðu Völsungar. Jóney Ósk Sigurjónsdóttir tók sig þá til og hamraði boltann á markið fyrir utan teig sem fór í stöngina og inn. Glæsilegt mark og enn nægur timi til þess að fá eitthvað út úr leiknum.

Gestirnir voru engan á því að hleypa stelpunum inn í leikinn. Tóku miðjuna og brunuðu fram í sókn, spiluðu sig auðveldlega í gegnum vörn Völsungs og skoruðu fjórða markið. Þremur mínútum síðar kláruðu þær endanlega leikinn er þær skoruðu svo fimmta og síðasta markið en það var nákvæmlega sama uppskrift, spiluðu sig auðveldlega í gegn og renndu boltanum í autt markið. Lokatölur á Húsavíkurvelli, 1-5, og Framstúlkur enn ósigraðar á toppi B-riðils í 1.deild kvenna.

Margt jákvætt í leik liðsins í dag en það sem vantar svolítið er að hafa trú á verkefninu allan tímann. Klára leikina á fullu því þetta getur breyst á örstundu. Leikurinn byrjaði mjög vel og allur fyrri hálfleikur í raun bara mjög fínn hjá öllu liðinu. Stelpurnar eiga það til að brotna oft í síðari hálfleik og gefast upp en ef þær ná að stilla sig saman í að fara inn í verkefnin sem lið og hafa trú sjálfum sér og liðsfélögum sínum s.s. tilbúnar að gera þetta saman þá fara þær að fá fleiri stig í safnið.


Næsti leikur liðsins er laugardaginn 14.júli en þá heimsækja stelpurnar Álftanes og fer leikurinn fram á Bessastaðavelli.

NIVEA-640.is stúlka leiksins: Jóney Ósk Sigurjónsdóttir
Jóney Nivea stúlka leiksins

í leikslok

Tengdar greinar:
Jói Páls: Sýndu ákveðinn karakter sem að vantaði í síðasta leik


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr