Umfjöllun: Stál í stál á Húsavíkurvelli

Ţađ var stál í stál á Húsavíkurvelli í kvöld er Völsungar tóku á móti Dalvík/Reyni í sjötta umferđ 2.deildar. Arnţór Hermannsson fékk gott tćkifćri til ađ

Umfjöllun: Stál í stál á Húsavíkurvelli
Íţróttir - Ingvar Björn Guđlaugsson - Lestrar 501 - Athugasemdir ()

Hrannar Björn međ boltann í leiknum
Hrannar Björn međ boltann í leiknum

Það var stál í stál á Húsavíkurvelli í kvöld er Völsungar tóku á móti Dalvík/Reyni í sjöttu umferð 2.deildar. Arnþór Hermannsson fékk gott tækifæri til að tryggja heimamönnum sigurinn en misnotaði vítaspyrnu sem og Ásgeir Sigurgeirsson sem fór illa með gott færi undir lokin. Jafnræði var með liðunum í leiknum og sættust menn á markalaust jafntefli.

Byrjunarlið Völsungs:
Dejan Pesic, Stefán Jón Sigurgeirsson, Marko Blagojevic, Gunnar Sigurður Jósteinsson, Sigvaldi Þór Einarsson, Halldór Fannar Júlíusson, Bergur Jónmundsson (Ármann Örn Gunnlaugsson ’82), Arnþór Hermannsson, Hafþór Mar Aðalgeirsson (Aðalsteinn Jóhann Friðriksson ’82), Hrannar Björn Steingrímsson (f), Ásgeir Sigurgeirsson


Gul spjöld:
Ásgeir Sigurgeirsson, Marko Blagojevic, Bergur Jónmundsson, Halldór Fannar Júlíusson, Gunnar Sigurður Jósteinsson & Dragan Stojanovic


Það var fínasta veður er leikur Völsunga og Dalvíkur/Reynis hófst, kyrrlátt logn og 9 gráðu hiti. Bæði liðin byrjuðu af krafti og vildu gestirnir fá vítaspyrnu eftir nokkurra sekúndna leik. Dómarinn sá þó ekki ástæðu til þess að flauta og áfram hélt leikurinn.

Hrannar Björn átti vinstri fótar fyrirgjöf snemma leiks sem endaði í nærstönginni og hrökk út fyrir teiginn þar sem skot Arnþórs sveif yfir markið.



Eftir um 20 mínútna leik fengu Dalvíkingar aukaspyrnu á stórhættulegum stað en markvarsla Dejan Pesic var glæsileg. Fljótlega eftir þetta fengu Völsungar dauðafæri en eftir flottan sprett og fyrirgjöf Hafþórs á hægri kantinum, drap Hrannar boltann í teignum, lék á varnarmann og lagði boltann út í teiginn á Arnþór sem skaut rétt framhjá markinu.

Á 35.mínútu gerðu Völsungar kröfu um vítaspyrnu en eftir góða fyrirgjöf Sigvalda skallaði Ásgeir boltann og var í kjölfarið kýldur af markverði D/R, Steinþóri Auðunssyni. Ekkert illt í því en Völsungar vildu víti fyrir brot. Fátt markvert gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en D/R voru þó oft á tíðum líklegri, en kraftur þeirra og vilji virtist meiri en heimamanna sem gekk mjög illa að búa til spil í fyrri hálfleik.

Völsungar mættu grimmari til leiks í seinni hálfleikinn og voru framan af meira með boltann þótt Dalvíkingar hafi sótt hratt þegar þeir fengu færi á. Ásgeir Sigurgeirsson fékk síðan vítaspyrnu á 60.mínútu eftir viðskipti sín við varnarmann í teig Dalvíkinga. Arnþór Hermannsson steig á vítapunktinn og tók spyrnuna en Steinþór í marki D/R varði glæsilega og hélt boltanum á eftir.
Eftir þetta sóttu liðin á víxl þótt Völsungar gerðust aðgangsharðari.

Hvorugu liðinu tókst þó að brjóta þétta vörn andstæðingsins á bak aftur og skapa sér alvöru dauðafæri. Það var ekki fyrr en undir lok leiks, nánar tiltekið í uppbótartíma, eftir samspil varamanna Völsungs, Alla Jóa og Ármanns sem að Ásgeir fékk boltann við markteiginn en náði ekki að setja hann almennilega fyrir sig og feilaði á boltann er hann gerði sig líklegan til þess að skjóta. Leiktíminn fjaraði svo út og lokatölur því 0-0.

Heimabakarís maður leiksins: Dejan Pesic
dejan
Dejan Pesic var valinn Heimabakarís maður leiksins og hlaut því súkkulaðiskóinn og gjafabréf en hann var öruggur í öllum sínum aðgerðum ásamt því að verja stórkostlega í fyrri hálfleik. Hann átti teiginn og alla bolta sem rötuðu þangað. Halldór Fannar steig upp, þá sérstaklega í seinni hálfleik og braut margar sóknir Dalvíkinga á bak aftur. Góður leikur hjá Halldóri. Varnarlínan var þétt en var fulllítið í því að spila boltanum frá sér í kvöld. Ásgeir Sigurgeirs var sívinnandi fram á við og kraftur hans og dugnaður er til fyrirmyndar. Enginn stórleikur annars hjá liðinu en súrt að gera jafntefli þegar við nýtum ekki vítaspyrnu.

Spilamennska liðsins var mun betri í seinni hálfleik en maður vill að sjálfsögðu alltaf sigra. Við þurfum meira vald á boltanum í sóknarleiknum og spila honum betur á milli okkar en varnarleikur liðsins þessa dagana er mjög jákvæður.

Næsti leikur hjá liðinu er erfiður útileikur í Vesturbæ gegn KV um næstu helgi og hvetjum við alla Völsunga til þess að mæta á leikinn.

1

2

3

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

18

19

20

21

Tengdar greinar:
Halldór Fannar: Þetta er klárlega lið sem að við ætlum að vinna seinna í sumar
Dejan Pesic: Þegar að ég fæ súkkulaðiskóinn er það fyrir allt liðið


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ