Umfjllun: Sakjaftur og stig lafsfiri

a var virkilega gaman a sj ll essi Hsvsku andlit lafsfjararvelli fimmtudaginn er Vlsungur heimstti KF 2.deild karla. a trlega

Umfjllun: Sakjaftur og stig lafsfiri
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 763 - Athugasemdir ()

Marko fagnar marki snu
Marko fagnar marki snu

Það var virkilega gaman að sjá öll þessi Húsvísku andlit á Ólafsfjarðarvelli á fimmtudaginn er Völsungur heimsótti KF í 2.deild karla. Það ótrúlega gerðist en Stefán Jón Sigurgeirsson skoraði löglegt mark í leiknum sem og Marko Blagojevic en hann kom Völsungum yfir í síðari hálfleik. Strákarnir misstu sigurinn þegar að fimm mínútur voru eftir og sættust liðin á sitthvort stigið í leikslok. Lokatölur á Ólafsfirði, 2-2.

Byrjunarlið Völsungs: Dejan Pesic, Stefán Jón Sigurgeirsson, Gunnar Sigurður Jósteinsson, Marko Blagojevic, Sigvaldi Þór Einarsson, Bergur Jónmundsson, Halldór Fannar Júlíusson, Arnþór Hermannsson, Hafþór Mar Aðalgeirsson, Hrannar Björn Steingrímsson (f), Ásgeir Sigurgeirsson.

Leikurinn byrjaði ekki vel hjá okkar strákum og fyrsta korterið leit vægast sagt illa út. Dejan varði vel á upphafsmínútunum og ljóst að hann var á tánum sem fyrr. Heimamenn sem að virtust mun tilbúnari í verkefnið tóku svo forystuna á 19.mínútu með marki frá Nenad Zivanovic en boltinn barst til hans í teignum og hann átti ekki í neinum vandræðum með að nýta sér það og kláraði færið af yfirvegun.

Tæpum tíu mínútum síðar jöfnuðu Völsungar en þá tók Hrannar Björn fyrirliði hornspyrnu, góðan bolta sem fór beint á kollinn á Hafþóri Mar sem stangaði hann slánna og Stefán Jón Sigurgeirsson var manna grimmastur í teignum og tók frákastið, hoppaði upp og skallaði boltann í fjærhornið. Staðan jöfn, 1-1, eftir 28.mínútur og Stefán fagnaði markinu af mikilli innlifun ásamt liðsfélögum sínum.

Stebbi

Eftir markið kviknaði fagurt grænt ljós á Ólafsfjarðarvelli og Völsungar komnir í gang. Loksins komin barátta í liðið og útlitið allt annað. Á 37.mínútu vantaði gjörsamlega allan pung á Vilhjálm Adolfsson, dómara leiksins, en hann sleppti því að flagga rauða spjaldinu þegar að Hafþór Mar fær sendingu inn fyrir og varnarmaður KF stoppar boltann með hendinni og kemur í veg fyrir að Haffi sleppur einn í gegn en Haffi tekur þó boltann eftir á og hamrar hann á markið og boltinn söng í netinu en dómarinn búinn að flauta. Vilhjálmur dómari lyfti gula spjaldinu og það er ekki hægt að segja annað en það vanti hreðjar á manninn og hvað í andskotanum er hann að gera í þessu starfi sem hann er engan veginn í stakk búinn til að sinna.

Staðan var jöfn, 1-1, í hálfleik og rakst fréttaritari á stuðningsmenn Völsungs við sjoppuna þar sem fólk var að lauma sér í glóðvolgar pizzusneiðar. Dóra Ármanns var frábær í stúkunni en hún var ekki lengi að eigna sér hana eftir að hún mætti og öskraði okkar menn áfram allan tímann, Dóra þú ert til fyrirmyndar.

Strákarnir voru fljótir að taka forystuna eftir að síðari hlutinn fór af stað og kóngurinn Marko Blagojevic smurði hann fallega í netið úr aukaspyrnu af tæpum 25metrum. Glæsilegt mark og Völsungar með leikinn í höndunum.

Marko

Völsungsdrengir stjórnuðu leiknum eftir markið og áttu margar fínar tilraunir. Haffi, Arnþór og Ásgeir fengu allir góð tækifæri til þess að setja þriðja markið og klára leikinn en inn vildi boltinn ekki. Ásgeir Sigurgeirs slapp einn inn fyrir á 80.mínútu leiksins en náði ekki nógu góðu skoti og heimamenn stálheppnir. Skömmu síðar bauð Dejan Pesic upp á markvörslu ársins en hann bjargaði meistaralega eftir gott skot KF og mátti heyra úúúú frá stúkunni enda ekki oft sem að slíkt sést á völlum á Íslandi.

Dejan

Fimm mínútum síðar eða þegar að komið var á 85.mínútu leiksins þá náðu heimamenn að jafna. Sigurbjörn Hafþórsson fær sendingu frá vinstri væng og skallar boltann í nærhornið. Eftir þetta var virkilega óþægilegt að horfa á leikinn þar sem KF sóttu og sóttu sem aldrei fyrr en sem betur fer náðu þeir ekki að skora. Heimamenn áttu síðasta orðið en Dejan Pesic varði virkilega vel og sættust liðin á jafntefli. Lokatölur á Ólafsfirði, 2-2, og gátu Völsungar farið súrir upp í rútuna því þeir áttu að klára leikinn í seinni hálfleik. En stig er alltaf stig og gæti reynst mikilvægt í lok tímabils þó við viljum frekar punktana þrjá.

Það var með ólíkindum að heyra í stuðningsmönnum KF og fylgjendum heimaliðsins en slíkt orðbragð hefur maður aldrei heyrt á völlum landsins síðustu ár. Það mátti labba um með bala fullan af sápu og þvo kjaftinn á mannskapnum, þvílikt og annað eins orðbragð en þetta er eitthvað sem börnin drukku í sig og ef ég fengi það hlutverk að sápuþvo kjaftinn á stuðningsmönnum KF þá ætti ég erfitt með að velja hvort ég ætti að byrja á foreldrunum eða börnunum því stubbarnir voru engu betri.

Maður leiksins: Marko Blagojevic
Marko King

de

Bergur

Sissi

volsi

baratta

blago

blago2

asgeir

Tengdar greinar:
Hrannar Björn: Erfitt að kyngja stiginu

Dragan: Stigið er betra en ekki neitt


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr