Umfjllun: Llegur varnarleikur var stlkunum a falli

Vlsungsstlkur mttu sl og Suurnesjarok sasta laugardag til ess a etja kappi vi Grindavkurstlkur sem hfu ekki rii feitum hesti fr fyrstu

Umfjllun: Llegur varnarleikur var stlkunum a falli
rttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 445 - Athugasemdir ()

Ruth skorai glsilegt mark  leiknum
Ruth skorai glsilegt mark leiknum

Völsungsstúlkur mættu í sól og Suðurnesjarok síðasta laugardag til þess að etja kappi við Grindavíkurstúlkur sem höfðu ekki riðið feitum hesti frá fyrstu tveimur deildarviðureignum sínum. Leikurinn endaði með 5-4 sigri Grindvíkinga en Völsungar voru bara ekki viðstaddir fyrsta hálftímann.

Byrjunarlið Völsungs:
Anna Jónína Valgeirsdóttir (Anna Guðrún Sveinsdóttir '46), Heiðdís Hafþórsdóttir (Ragna Baldvinsdóttir '69), Anna Halldóra Ágústsdóttir, Ásrún Ósk Einarsdóttir, Elma Rún Þráinsdóttir (Kristín Lára Björnsdóttir '87), Berglind Jóna Þorláksdóttir (Þórunn Birna Jónsdóttir '34), Jóney Ósk Sigurjónsdóttir, Harpa Ásgeirsdóttir (f), Helga Guðrún Guðmundsdóttir, Ruth Ragnarsdóttir, Helga Björk Heiðarsdóttir.

Gul spjöld:
Kristín Lára Björnsdóttir '87.

Völsungsstúlkur byrjuðu með vindinn í fangið og hreint út sagt tóku sér alltof langan tíma í að aðlagast honum og leiknum í heild sinni. Varnarlína liðsins var óörugg og hleypti miklu undir sig til að byrja með. Grindvíkingar nýttu sér það vel og eftir laglegt spil splundruðu þær vörninni vinstra megin og eftir fyrirgjöf kláraði framherji þeirra með góðu skoti í slá og inn af stuttu færi. 1-0 eftir einungis 10 mínútna leik.

Þarna var eins og töfraformúlan væri fundin en Grindvíkingar reyndu sama uppspil trekk í trekk. Skipting frá hægri yfir til vinstri og fyrirgjöf þar sem framherji reyndi að ná til knattarins. Það bar árangur á 17.mínútu en eftir fyrirgjöf frá vinstri var framherji þeirra einn og óvaldaður í teignum og kláraði færi sitt.

Völsungsstúlkur komu sér þó ágætlega inn í leikinn aftur þótt lítið hafi bent til þess að slíkt væri mögulegt. Elma Rún átti sendingu á Ruth sem var með boltann á vinstri kantinum og lét vaða af um 30 metra færi en boltinn datt niður í fjærhornið. Glæsilegt mark og algerlega óviðbúið að fá skot þaðan. 2-1 eftir 21.mínútu.

Nú fóru Völsungsstelpur að spila á milli sín og ná yfirráðum á miðjunni og eiginlega byrja þennan leik. Harpa og Jóney voru duglegar við að spila sig upp miðjuna og reyndu að finna kantmenn í lappir en lítið gekk á síðustu metrunum. Miðað við viðsnúninginn sem var að verða í leiknum var þriðja mark Grindvíkinga eins og öflugur löðrungur í andlit Völsunga. Grindvíkingar sluppu tvær á eina og fékk önnur boltann, alein í vítateignum með allan heimsins tíma til þess að athafna sig. Hún lagði boltann fyrir sig og setti hann örugglega í markhornið frá vítapunkti en Völsungar vildu meina að um rangstöðu væri að ræða. 3-1 eftir 30.mínútna leik.

IFV-Grindavik
                                       Einkar góð ljósmynd úr leiknum

Völsungar þurftu svo að gera skiptingu á 34.mínútu er Berglind Jóna þurfti að yfirgefa völlinn sökum meiðsla sem hun varð fyrir eftir fólskulega tæklingu Grindvíkinga. Þórunn Birna kom inn á í hennar stað og var ekki lengi að stimpla sig inn. Helga Björk átti þá stungusendingu inn fyrir á Hörpu sem renndi sér í boltann og skaut í markvörðinn sem varði til hliðar. Þórunn Birna kom þar aðvífandi og setti boltann í markið og minnkaði muninn í 3-2, flott innkoma og nauðsynlegt mark.

Fljótlega á eftir kom fyrirgjöf sem Grindavíkurstúlka ákvað að í draumaheimi sínum mætti hún grípa boltann og leggja hann fyrir sig og ótrúlegt nokk, þá leyfði dómarinn það í þetta skiptið. Flestallir hefðu flautað víti en ekki í þetta skiptið.

Ruth átti ágætis skot stuttu seinna úr fínu færi eftir undirbúning Hörpu en Völsungar voru farnir að ógna meira. Það dugði þó skammt en í uppbótartíma fyrri hálfleiks komust Grindvíkingar í 4-2. Ásrún Ósk lét þá góma sig aftasta með boltann þar sem hann var hirtur af henni og eftirleikurinn auðveldur fyrir framherja Grindavíkur.

Völsungar voru sjálfum sér verstar í fyrri hálfleik. Öflugar þegar þær gerðu sig líklegar til þess að sækja en glórulaus varnarleikur inn á milli, eitthvað sem hefur ekki sést hjá liðinu í sumar. Óörugg varnarlínan og illa aðstoðuð ofan frá. Markmannsskipti urðu í hálfleik en Anna Guðrún kom inn á í stað Önnu Jónínu.

Fyrsta korter seinni hálfleiksins voru Völsungar betri. Miðjuspilið gekk ágætlega og komum við Ruth nokkrum sinnum í hálffæri þótt við næðum ekki að gera okkur mat úr því. Við sofnuðum svo á verðinum og Grindvíkingar sluppu enn eina ferðina í gegn, þvældu Önnu Guðrúnu og skoruðu auðvelt mark til þess að koma sér í 5-2.

Enn var þó nægur tími eftir og héldu Völsungar áfram þar sem Jóney Ósk átti hörkuskot rétt fyrir utan vítateig í slánna. Eftir hornspyrnu Ásrúnar sem varnarmaður sló fengum við víti á 79.mínútu og steig fyrirliðinn Harpa Ásgeirsdóttir á punktinn. Hún var ekkert að tvínóna við þetta og klíndi boltanum fallega í vinkilinn. 5-3 og góður tími eftir.

JóneySlá
                                              Jóney Ósk átti skot í slá

Völsungum fannst dómarinn of linur allan leikinn en hann ákvað að engin ástæða væri til þess að áminna Grindvíkinga fyrir endalausar sólatæklingar um allan völl. Það var því kaldhæðni örlaganna að Kristín Lára, þá nýkomin inn á sem varamaður, hafi fengið eina gula spjald leiksins eftir saklaust brot á miðjum velli.

Áður en venjulegum leiktíma lauk stakk Harpa boltanum inn fyrir á Önnu Halldóru sem þá var komin á kantinn. Anna fór á fullri ferð inn í teiginn og negldi boltanum ofarlega í markið, óverjandi fyrir markvörðinn. 5-4 og nokkrar mínútur enn til stefnu en því miður náðu stelpurnar okkar ekki að nýta sér þær og því 5-4 tap í Grindavík staðreynd.

Ýmislegt má segja um dómgæslu leiksins en hún réði ekki baggamun. Völsungar sýndu hræðilegan varnarleik oft á tíðum í fyrri hálfleik sem varð þeim að falli. Það þarf meira öryggi og meiri ró í varnarlínu liðsins í komandi leikjum en stúlkurnar eru fullfærar um að rífa sig upp úr þessu. Þær þurfa þó fyrst og fremst að trúa því sjálfar.

Tengdar greinar:
Harpa: Hann þorði bara ekki að dæma neitt
Jói Páls: Varnarlega langt frá því að vera á pari


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr