Umfjllun: Kngarnir taplausir toppi deildarinnarrttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 593 - Athugasemdir ( )
Það var sannkölluð sólarveisla er fólk byrjaði að flykkjast á Húsavíkurvöll í dag en fjórða umferð
2.deildar fór fram í fallegu veðri og að þessu sinni voru gestir dagsins Afturelding úr Mosfellsbæ. Leikurinn endaði, 4-2, en mörk Völsungs
skoruðu þeir Arnþór Hermannsson, Tine Zornik og Ásgeir Sigurgeirsson sem að setti tvö. Eftir leiki helgarinnar sitja strákarnir á toppi
deildarinnar taplausir með tíu stig.
Byrjunarlið Völsungs:
Dejan Pesic, Stefán Jón Sigurgeirsson, Gunnar Sigurður Jósteinsson (f), Marko Blagojevic, Bergur Jónmundsson, Bjarki Þór Jónasson, Halldór
Fannar Júlíusson(Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson '83), Arnþór Hermannsson, Hafþór Mar Aðalgeirsson, Ásgeir
Sigurgeirsson(Aðalsteinn Jóhann Friðriksson '87), Tine Zornik.
Gul spjöld:
Bjarki Jónasson & Bergur Jónmundsson
Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði lið skiptust á að sækja af miklum krafti og hraða. Strax á 6.mínútu virtist sem að
Tine Zornik væri klipptur niður í teig Aftureldingar án þess að dómarinn dæmdi nokkuð. Strax mínútu síðar fékk Tine
boltann aftur í teig andstæðinganna en fast skot hans fór rétt framhjá stönginni.
Gott samspil Tine, Halldórs og Ásgeirs skömmu síðar hleypti Völsungum inn í vítateig gestanna þar sem Arnþór fékk boltann en
vinstri fótar skot hans fór rétt yfir markið.
Gestirnir fengu alveg sín færi og Dejan Pesic varði eitt sinn glæsilega eftir að sóknarmaður hafði sloppið einn í gegn. Völsungar
vörðust þó vel og voru afar sprækir í sóknaraðgerðum sínum.
Á 21.mínútu leit fyrsta mark leiksins dagsins ljós. Tine Zornik fékk boltann framarlega og lék upp vinstri vænginn þar sem hann sendi stutt
á Ásgeir Sigurgeirs. Ásgeir átti glæsilega fyrirgjöf á fjærstöng þar sem Arnþór Hermannsson mætti og
þrumaði knettinum í netið! 1-0 fyrir Völsung eftir vel útfærða sókn.
Áfram sóttu liðin til skiptis og áttu Völsungar fínar tilraunir, þá helst Arnþór og Ásgeir með sín skot. Eftir um
hálftíma leikur Ásgeir inn að miðju frá vængnum og þrumar að marki en skot hans sveif aðeins örfáa sentímetra frá
vínklinum.
Rétt fyrir leikhlé fengu svo gestirnir vítaspyrnu. John Andrews fór á punktinn og skoraði. Skömmu síðar flautaði Valdimar Pálsson
dómari leiksins og staðan 1-1 er liðin gengu til búningsklefa.
Það var augljóst þegar að seinni hálfleikur byrjaði að strákarnir okkar ætluðu sér öll stigin. Áberandi miklu meiri
gredda og vilji til þess að hirða öll stigin og einhvernveginn vissu allir að annað markið flögraði um heiðskýran himininn. Það leið
ekki að löngu og kjúllinn okkar Ásgeir Sigurgeirsson fann loks netið. Tine Zornik dansaði með knöttinn hægra megin við vítateiginn, sendi
fyrir og þar var mættur krulluhnokkinn og stangaði hann í hornið fjær og kom heimamönnum yfir á nýjan leik. Staðan, 2-1, og virkilega vel gert
hjá Tine og Ásgeiri.
Gestirnir frá Mosfellsbæ reyndu hvað þeir gátu til þess að vinna sig inn í leikinn aftur og fengu aukaspyrnu á stórhættulegum
stað. Þeir gátu gleymt því að skora úr spyrnunni því Dejan Pesic gjörsamlega át boltana sem komu að marki og til að mynda
greip þessa aukaspyrnu. Stuttu síðar voru reyndar heimamenn stálheppnir að Afturelding skildi ekki jafna leikinn en Bjarki Þór Jónasson bjargaði
meistaralega upp við marklínu og sá til þess að gestirnir komust ekki á bragðið á nýjan leik.
Á 69.mínútu kom svo þriðja mark Völsunga. Arnþór Hermannsson tekur eina af sínum frægu hornspyrnum beint á kollinn á Tine
Zornik sem að skallar hann í netið og staðan, 3-1, og brekkan allt að því að tryllast fyrir utan þá sem að voru með munnfylli af pizzu
frá Sölku sem að seldust sem aldrei fyrr. Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Völsungs skoppaði um af gleði og ómögulegt var að skilja
orð af því sem út úr honum kom en við gefum okkur það að það hafi verið eitthvað jákvætt en þeir sem að
í brekkunni stóðu vildu meina að þetta hafi hljómað einhvernveginn svona: SÖÖÖÖVÍÍÍÍT! og því skal
ég vera sammála því að þetta var mjög sweet.
Gestirnir minnkuðu þó muninn aftur á nýjan leik í, 3-2, er Elvar Ingi Vignisson skoraði með skoti frá markteig hægra megin sem að
rétt lak framhjá Dejan Pesic og leikurinn aftur galopinn.
Fimm mínútum síðar kláraði ungstirnið okkar dæmið og slökkti í kjúklingabænum en Ásgeir Sigurgeirsson skoraði
sitt annað mark og tryggði Völsungi sigurinn með snyrtilegri afgreiðslu í fjærhornið eftir sendingu frá Tine Zornik.
Lokatölur á Húsavíkurvelli, 4-2, og strákarnir á toppi deildarinnar eftir fjórar umferðir. Leikur liðsins var mjög góður
á köflum, sérstaklega í síðari hálfleik. Bergur Jónmundsson átti flottan dag sem og Halldór og Arnþór á
miðjunni. Hrannar Björn fyrirliði snéri aftur og spilaði síðustu tíu mínúturnar af leiknum sem gefur liðinu mikið og gott að
fá hann inn í pakkann. Halldór er orðinn heill og minnti á það að hann er gulls ígildi fyrir unga og efnilega liðið okkar.
Í heildina á litið gríðarlega mikilvægur og sterkur sigur í dag en eftir þessa umferð sitja kóngarnir á toppnum, taplausir og
þar viljum við vera til loka tímabils.
Heimabakarísmaður leiksins: Ásgeir Sigurgeirsson
Ásgeir Sigurgeirsson, Heimabakarísmaður
leiksins.
Dejan Pesic var góður í dag
Tine Zornik skoraði
þriðja mark Völsungs.
Tengdar greinar:
Ásgeir: Það er gaman að vinna
Halldór Fannar: Stemningin er góð
Hrannar Björn: Viðurkenni það alveg að ég fékk smá gæsahúð
Athugasemdir