Umfjllun: Kletturinn hetja Vlsungs Eskifirirttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 557 - Athugasemdir ( )
Það vantaði ekki dramatíkina er Völsungur sigraði Fjarðabyggð í uppbótartíma á Eskifirði í gær en þetta var
lokaleikur 9.umferðar í 2.deildinni. Gunnar Sigurður Jósteinsson eða "Kletturinn" tryggði Völsungum öll stigin með skallamarki á 94
mínútu eftir fallega aukaspyrnu frá Hrannari Birni fyrirliða. Með sigrinum tylltu kóngarnir sér í annað sæti deildarinnar og eru nú
aðeins þremur stigum frá toppsætinu.
Fyrir leikinn var stoppað á Egilsstöðum til næringar en þá urðu á vegi mínum tveir miklir höfðingjar sem að stóðu yfir
mér og sögðu ,,Þið verðið að spila 9-9-4 ef þið ætlið að vinna. Settu þetta í tölvuna hjá þér
drengur.. ef þið viljið vinna," horfði á mig sannfærandi og blés framan í mig bruggverksmiðjuilmnum. Ég svaraði játandi og sagði
að sjálfsögðu væri það okkar plan. Ég hitti svo félagana óvænt eftir leikinn þegar að við stoppuðum á
Egilsstöðum á heimleiðinni og þeir voru að sjálfsögðu enn í fullu fjöri á leið á barinn sögðu þeir,
ég var ekkert mjög sjokkeraður. Þetta endaði allt saman í faðmlögum og ánægjuvísum yfir því að Völsungur hefði
sigrað leikinn og að við hefðum notað leikkerfið 9-9-4. Græni herinn þakkar fyrir góðar móttökur í héraðinu.
9-9-4
Byrjunarlið Völsungs: Dejan Pesic, Stefán Jón Sigurgeirsson, Gunnar Sigurður Jósteinsson, Marko Blagojevic, Sigvaldi Þór Einarsson
(Aðalsteinn Jóhann Friðriksson '32), Bjarki Þór Jónasson (Halldór Geir Heiðarsson '82), Halldór Fannar Júlíusson,
Arnþór Hermannsson, Hafþór Mar Aðalgeirsson, Ásgeir Sigurgeirsson, Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson (f).
Gul spjöld: Arnþór Hermannsson, Sigvaldi Þór Einarsson, Dejan Pesic & Halldór Fannar
Júlíusson.
Rautt spjald: Arnþór Hermannsson
Það var óvenju fjölmennt af grænum stuðningsmönnum miðað við fyrri útileiki sumarsins þegar flautað var á Eskifirði
í gær. Þessu ber að fagna og þakka fyrir, þó stundum hafi heimamönnum þótt þeir helvíti frjálslegir í
skoðunum og hvatningarsöngvum sínum. En allavega áttu þeir gjörsamlega brekkuna frá fyrsta sparki til því síðasta og enduðu svo
inn á vellinum að fagna ásamt leikmönnum liðsins eftir leik sem og ruddust inn á völlinn til að fagna með liðinu þegar að Kletturinn
kláraði dæmið. Frábært að sjá þetta og í raun bara algjör snilld eins og Dragan orðaði það í viðtalinu
eftir leik.
Leikurinn fór ágætlega af stað og í raun bara mikið jafnræði með liðunum mest allan fyrri hálfleikinn. Liðin fengu svona hálf
sénsa einhverja en náðu ekki að gera sér mat úr því. Á 13.mínútu átti Arnþór Hermannsson góða
fyrirgjöf sem endaði á kollinum á Bjarka Jónasar en skalli hans yfir markið, flott sókn.
Á 25.mínútu sendir Hafþór Mar boltann inn í teig heimamanna þar sem að Hrannar Björn fyrirliði og landsliðs-Geiri voru í miklu
klafsi við varnarmenn Fjarðabyggðar en boltanum hreinsað frá á síðustu stundu. Þarna fannst mér liðið sýna ágætis
spilamennsku á köflum og ákveðin grimmd í gangi.
Tíu mínútum síðar tekur Ásgeir Sigurgeirs sig til og þvælir hvern austanmanninn af fætur öðrum og eftir að hafa borðað
4-5 leikmenn rennir hann boltanum inn í teig vinstra megin þar sem Hrannar Björn var mættur en skot hans yfir markið. Vel gert hjá Ásgeiri og á
flestum dögum hefði Hrannar sett hann þarna. Óheppnir.
Sigvaldi Þór meiðist nokkrum mínútum síðar og þurfti að yfirgefa völlinn. Tognaði aftan í vinstra læri og Aðalsteinn
Jóhann kom inn í hans stað en hann sinnti hlutverki hægri bakvarðar með stakri prýði, vel gert Alli.
Undir lok fyrrihálfleiks voru tvö vafasöm atriði á milli tannanna á fólki í brekkunni en Halldór var tekinn niður inn í teig og
sömuleiðis klárt brot á Gunna Sigga er við tókum eina af fáum hornspyrnum okkar í leiknum. Skiljum bara spurningarmerkið eftir þar.
Staðan í hálfleik markalaus, 0-0.
Á 55.mínútu var Jóhannes Óskar Þórólfsson, dómari leiksins, í annari stjörnuþoku en við. Arnþór sendir
þá glæsilega lúmska sendingu inn fyrir á Haffa sem var kominn í gott færi og er einfaldlega bara tekinn niður en Jóhannes dómari
vissulega ekki til staðar og ekkert var dæmt. Í kjölfarið áttu strákarnir gott spil sem endaði með fyrirgjöf þar sem Haffi skallaði
boltann yfir og mikill kraftur í okkar mönnum í upphafi síðari hálfleiks.
Það dró til tíðinda á 67.mínútu en þá var Arnþóri Hermannssyni vísað í sturtu fyrir ekki neitt. Já
fyrir ekki neitt. Einu sinni enn? Fyrir ekki neitt og fékk sitt annað gula spjald og þar með rauða spjaldið í kjölfarið. Hann var bara klókur og
sá að varnarmaðurinn var að fara skalla boltanum til baka á markmanninn, er á undan honum í boltann og skýtur á markið sem er varið og af
einhverjum ástæðum sá Jói ekkert annað í stöðunni en að ota rauða kortinu framan í hann, Dragan Stojanovic þjálfari
liðsins ræddi við dómarana sem endaði með því að hann mátti sömuleiðis yfirgefa völlinn. Hann og Arnþór horfðu
á leikinn saman fyrir utan girðinguna miklu með einbeittum svip.
Hrannar átti ágætis tilraun þegar að þrjár mínútur voru eftir er hann skaut aukaspyrnu rétt yfir markið af 25m færi.
Það var mikill spenningur í brekkunni á þessum tíma og þegar í uppbótartíma var komið horfði maður upp á
frábæra tíu Völsungsleikmenn að vinna saman sem voru augljóslega tilbúnir að gera þetta sem lið og ljónharðir á
því að sækja þessi stig sem voru í boði.
Þegar að klukkan var byrjuð að sýna 93.34 þá voru menn svona byrjaðir að jappla á stiginu. EN þá gerðist það. Hrannar
tekur aukaspyrnu af svona 23-25m færi, svífur ekki frá honum þessi líka fallegi bolti sem kletturinn gjörsamlega étur í teignum og stangar
sigurboltann í fjærhornið! Það varð allt brjálað, æstir stuðningsmenn liðsins hlupu inn á völlinn og dönsuðu
stríðsdansa ásamt leikmönnum fyrir framan máttvana Eskfirðinga sem að lögðu leið sína á völlinn.
Gunni Siggi kórónaði þarna frábæran leik sinn en hann var góður í öllum leiknum, sterkur í loftinu og skilaði öllu vel
frá sér en markið lá bara þarna í loftinu að bíða einhvernveginn eftir honum. Þetta gerist ekki mikið sætara en þetta og
stuttu síðar flautar slakur dómari leiksins til leiksloka og Völsungar í öðru sæti 2.deildar eftir níu umferðir.
Þvílíkur karakter og til hamingju með mikilvægan og eftirminnilegan sigur.
Maður leiksins: Gunnar Sigurður Jósteinsson (Kletturinn)
Tengdar greinar:
Dragan: Þetta var snilld,
algjör snilld
Gunni Siggi: Mjög góð tilfinning að sjá boltann í netinu
Arnþór: Þetta var glórulaust
Athugasemdir