Umfjöllun: Jarđarför í seinni hálfleik

Stelpurnar töpuđu ílla, 5-1, gegn HK/Víkingi á Kópavogsvelli um helgina er 5.umferđ 1.deildar kvenna fór fram á laugardaginn. Eftir góđa byrjun međ marki

Umfjöllun: Jarđarför í seinni hálfleik
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 443 - Athugasemdir ()

Frá leiknum um helgina
Frá leiknum um helgina

Stelpurnar töpuðu ílla, 5-1, gegn HK/Víkingi á Kópavogsvelli um helgina er 5.umferð 1.deildar kvenna fór fram á laugardaginn. Eftir góða byrjun með marki frá Sigrún Lilju og fínan fyrri hálfleik þá misstu stelpurnar öll tök á leiknum og heimastúlkur kláruðu leikinn sannfærandi en staðan var jöfn, 1-1, í hálfleik.

Byrjunarlið Völsungs: Anna Guðrún Sveinsdóttir, Heiðdís Hafþórsdóttir (Ragna Baldvinsdóttir '51), Elma Rún Þráinsdóttir, Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir (Guðný Björk Barkardóttir '53), Anna Halldóra Ágústsdóttir (Þórunn Birna Jónsdóttir '81), Ásrún Ósk Einarsdóttir (Jana Björg Róbertsdóttir '55), Jóney Ósk Sigurjónsdóttir, Helga Björk Heiðarsdóttir, Ruth Ragnarsdóttir, Harpa Ásgeirsdóttir (f), Helga Guðrún Guðmundsdóttir

Þetta var fimmti mótsleikur milli HK/Víkings og Völsungs í meistaraflokki en HK/Víkingur hefur unnið þrisvar, Völsungur einu sinni og einn leikur hefur endað með jafntefli.

Völsungsstúlkur hófu undirbúning sinn í Grófarsmáranum í Kópavogi þar sem þær sátu að snæðingi á heimili Helgu Guðrúnar en móðir hennar Lára G. Stephensen og Jakob Svanur Bjarnason buðu liðinu í hressingu fyrir leik og hér má sjá mynd af stelpunum vel mettuðum á pallinum fyrir leik.

1

Leikurinn fór vel af stað og fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós strax á þriðju mínútu en þar var að verki Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir. Helga Björk fær boltann á miðjunni og lyftir honum inn fyrir þar sem Sigrún Lilja tekur við honum og klárar líkt og hún hafi aldrei gert neitt annað. Glæsilega gert og stelpurnar okkar með forystuna, 0-1.

Á 14.mínútu fá HK/Víkingur dæmda vítaspyrnu en Anna Guðrún Sveinsdóttir gerði sér lítið fyrir og varði vítið, heimastúlkur náðu frákastinu en Anna Guðrún varði aftur meistaralega og sagði hingað og ekki lengra.

2

Jöfnunarmarkið kom svo á 16.mínútu þegar að HK/Víkingur skoruðu með skoti fyrir utan teig. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleiknum og Völsungar stóðu vel í Kópavogsmeyjum en staðan í hálfleik jöfn, 1-1.

Þegar að út í síðari hálfleikinn var komið virtust okkar stelpur ekki ætla að vera með lengur í leiknum. Heimastúlkur tóku forystuna á 53.mínútu með langskoti fyrir utan teig, svipað og fyrsta mark þeirra í leiknum en eftir þetta datt botninn algjörlega úr leik Völsungs og tóku HK/Víkingur öll völd á vellinum.

4

Á 70.mínútu skoruðu þær þriðja markið með skalla nánast af marklínu eftir hornspyrnu og fjórða markið kom svo stuttu síðar eftir að framherji þeirra hafði fengið boltann inn fyrir á fjær og kláraði færið sitt vel, staðan orðin, 4-1, og stelpurnar búnar að gefast upp. Fimmta og síðasta mark heimastúlkna lokaði leiknum en þá átti sóknarmaður þeirra hnitmiðað skot fyrir utan teig sem söng í samskeytunum, óverjandi fyrir Önnu í markinu og loktatölur á Kópavogsvelli, 5-1.

Eftir leiki helgarinnar sitja stelpurnar í sjötta sæti B-riðils með fjögur stig en næsti leikur liðsins er á miðvikudaginn er þær heimsækja Tindastól á Sauðárkróksvöll.

Maður leiksins: Helga Björk Heiðarsdóttir
5

6

6

7

8

9

9

10

11

12

13

14

15

15

16

Tengdar greinar:
Jói Páls: Eins og að vatnsblaðra hefði sprungið


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ