Umfjllun: Hvtklddir tku stig Njartaksvelli

Hvtklddir Vlsungar tku stig Njarvk er liin mttust rennandi bleytu og vindgolu suurnesjunum gr. Hafr Mar og Arnr skoruu mrk

Umfjllun: Hvtklddir tku stig Njartaksvelli
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 520 - Athugasemdir ()

Fr Njartaksvelli  gr
Fr Njartaksvelli gr

Hvítklæddir Völsungar tóku stig í Njarðvík er liðin mættust í rennandi bleytu og vindgolu á suðurnesjunum í gær. Hafþór Mar og Arnþór skoruðu mörk Völsungs í leiknum en að leik loknum gátu okkar menn farið sáttir heim í rútunni með stigið. Lokatölur á Njarðtaksvelli, 2-2.

Byrjunarlið Völsungs:
Dejan Pesic, Stefán Jón Sigurgeirsson, Gunnar Sigurður Jósteinsson, Marko Blagojevic, Sigvaldi Þór Einarsson, Halldór Fannar Júlíusson, Bergur Jónmundsson, Arnþór Hermannsson, Ásgeir Sigurgeirsson, Hafþór Mar Aðalgeirsson (Aðalsteinn Jóhann Friðriksson '88), Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson (f).

Gult spjald: Sigvaldi Þór Einarsson.

Líkt og áður kom fram þá spiluðu Völsungar í hvítum treyjum í leiknum sem gerist nú ekki oft en liðið hafði tvisvar áður leikið í þessum búningum og töpuðust báðir leikirnir með markatölunni, 1-7. Það var kominn tími til þess að breyta sögunni og í mígandi rigningu flúði fréttaritari inn í blaðamannaskúr með myndavélina og tölvuna á meðan að Bjarni Pétursson, Jón Ágúst, Hermann Aðalgeirsson, Andri Valur, Sigurpáll Sigurbjörnsson og Sigurður Gunnar Sigurðsson öskruðu drengina áfram úr stúkunni.

Leikurinn fór vel af stað en Hafþór Mar Aðalgeirsson kom Völsungum yfir strax á áttundu mínútu leiksins er hann slapp innfyrir eftir frábæra sendingu frá Hrannar Birni fyrirliða, fór ílla með markvörð heimamanna og smellti boltanum fallega í markið. Glæsileg byrjun og stemning í liðinu, 0-1.

haffi2

Sökum bleytu þá áttum við oft í erfiðleikum með að ná valdi á boltanum og ekki mikið spil sem náðist á milli manna en það átti við um bæði lið. Heimamenn jöfnuðu leikinn eftir klaufaleg mistök í vörn Völsungs og Njarðvíkingar refsuðu um leið er Gísli Freyr Ragnarsson afgreiddi boltann örugglega í fjærhornið, staðan 1-1 eftir 23 mínútur.

Strákarnir héldu áfram að þjarma að heimamönnum og tóku forystuna á nýjan leik eftir 37 mínútur. Dejan Pesic varði virkilega vel gott skot Njarðvíkinga, sparkaði boltanum fram og Haffi tekur við honum á miðjunni, gerði lítið úr leikmanni Njarðvíkur með flottri sendingu á fyrirliðann og tók svo sprettinn upp hægra megin. Hrannar Björn sendi boltann innfyrir á eftir honum, Hafþór þvældi einn og renndi boltanum út í teig þar sem Arnþór Hermannsson var mættur og kláraði með lausu en hnitmiðuðu skoti. Völsungar aftur komnir með yfirhöndina og staðan, 1-2.

Arnþór

Heimamenn voru fljótir að svara og jöfnuðu úr vítaspyrnu þegar að tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Stefán Jón rétt kemur þá við sóknarmann heimamanna innan vítateigs sem missir jafnvægið og Ívar Orri Kristjánsson, dómari leiksins, viss í sinni sök og dæmir víti. Einar Marteinsson skoraði úr vítinu en Dejan Pesic var í boltanum og munaði mjög litlu að hann næði að verja þetta. Þar með var kominn hálfleikur og staðan jöfn í hörkuleik, 2-2.

hbs

Síðari hlutinn var þó öllu leiðinlegri og strákarnir okkar virkuðu mjög þungir og þreyttir. En það er skiljanlegt að mörgu leyti þar sem það hefur verið strangt program undanfarið, margir leikir og mörg ferðalög á síðustu dögum svo það allt saman eðlilega sat í mönnum. Heimamenn voru mun sterkari í síðari hálfleik, fengu fína sénsa til þess að klára leikinn og áttu meðal annars skalla í slá en þeir fóru ílla með færin sín sem og Dejan Pesic var góður í rammanum og varði vel en hann bjargaði líka einu sinni meistaralega á línu.

Það kviknaði svo loks á Völsungum að nýju þegar að um fimm mínútur lifðu leiks. Það blasti við manni þessi grimmd og kraftur sem var allsráðandi í fyrri hálfleiknum og okkar menn sóttu stíft að marki Njarðvíkinga. Hrannar Björn átti tvær fínar tilraunir eftir að venjulegum leiktíma var lokið en skot hans vildu ekki á rammann í þetta skiptið. Aðalsteinn Jóhann fékk gott færi á 94 mínútu eftir sendingu frá Arnþóri en markmaður Njarðvíkinga sá við honum og varði skotið. Lokafæri leiksins áttu einnig Völsungar en þá sendi Alli Jói fyrir, Hrannar skallaði boltann áfram þar sem Ásgeir var mættur og lét vaða markið en skot hans varið. Hrannar var fljótur að hugsa, náði frákastinu en skot hans skallað af marklínu og dómari leiksins flautaði leikinn af í kjölfarið.

Maður leiksins: Hafþór Mar Aðalgeirsson
Haffi

Margt jákvætt hægt að taka frá þessum leik en sömuleiðis síðari hlutinn umhugsunarefni fyrir leikmenn liðsins því maður spyr sig hvar var orkan sem þeir sýndu síðustu fimm mínúturnar allan seinni hálfleikinn? Eflaust má benda á erfitt program síðustu daga en það hefur verið stíft og maður skilur að þreyta sitji í mönnum. Haffi var flottur í fyrri hálfleik og sýndi takta sem minntu mann á hvernig hann getur verið á góðum dögum, skoraði gott mark og lagði upp það síðara. Hrannar var líka sterkur og átti þátt í báðum mörkum liðsins sem og Dejan sem stendur ávallt fyrir sínu. Það hefur vantað miklu meiri grimmd á miðjuna stóran hluta síðustu leikja en við erum varla að vinna skallabolta sem er vissulega ekki nógu gott.

En erfiður útivöllur og að sækja stig á Njarðtaksvöll er ekkert til þess að skammast sín fyrir. Njarðvík er með fínt lið og sem dæmi þá töpuðu strákarnir þarna 5-0 í fyrra svo eftir allt þá er stigið gott og það fer vel um liðið í öðru sæti deildarinnar með 21 stig þegar að 11 umferðir eru búnar. Næsti leikur liðsins er á fimmtudaginn en þá mæta drengirnir KF á útivelli. Græni herinn hvetur alla til þess að mæta þangað og styðja okkur í toppbaráttunni því þar viljum við vera. Áfram gakk!

Stebbi

Geiri

dori

Bambi

úr leiknum

Gunni

Sissi

julli-dragan

julli-dragan2

stuðningsmenn

bambi-bjarni-jon

Tengdar greinar:
Hafþór Mar: Var kominn tími á að maður byrjaði að gera eitthvað

Dragan: Sanngjörn úrslit


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr