Umfjllun: Grarsvekkjandi tap Hsavk

Stelpurnar okkar mttu Grindavk Hsavkurvelli sastliinn laugardag. etta var seinni leikur lianna en fyrri leiknum lauk me 5-4 sigri Grindvkinga

Umfjllun: Grarsvekkjandi tap Hsavk
rttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 484 - Athugasemdir ()

Harpa sgeirs var valin maur leiksins
Harpa sgeirs var valin maur leiksins

Stelpurnar okkar mættu Grindavík á Húsavíkurvelli síðastliðinn laugardag. Þetta var seinni leikur liðanna en fyrri leiknum lauk með 5-4 sigri Grindvíkinga og voru Völsungsstúlkur staðráðnar í að bæta fyrir það. Í stuttu máli sagt gekk það ekki eftir en Grindavíkurstúlkur fóru með 2-1 sigur af hólmi.

Byrjunarlið Völsungs:
Anna Guðrún Sveinsdóttir, Helga Guðrún Guðmundsdóttir, Jóney Ósk Sigurjónsdóttir, Ásrún Ósk Einarsdóttir, Anna Halldóra Ágústsdóttir, Ragna Baldvinsdóttir (Jana Björg Róbertsdóttir '78), Harpa Ásgeirsdóttir (f), Helga Björk Heiðarsdóttir, Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir (Hulda Ósk Jónsdóttir '67), Ruth Ragnarsdóttir, Berglind Ósk Kristjánsdóttir.

Völsungur byrjaði með vindinn í bakið en suðurnesjastúlkur tóku rokið með sér norður yfir heiðar. Grindvíkingar byrjuðu leikinn á dauðafæri, kantmaður þeirra fékk boltann í teignum en setti hann í fyrstu snertingu framhjá fjærstönginni. Völsungsstúlkur svöruðu því með því að taka leikinn yfir. Héldu boltanum ágætlega innan liðsins og voru framarlega á vellinum. Eftir nokkra góða spretti uppskáru þær mark. Berglind Kristjáns fékk boltann á hægri kanti og sendi fyrir markið þar sem að Helga Björk sótti að varnarmanni sem stýrði boltanum í eigið mark. Verðskulduð 1-0 forysta eftir rúmlega 15 mínútna leik.

Taugarnar róuðust hjá Völsungum eftir markið en þær fóru að spila enn betur sín á milli og sóttu hratt á andstæðinginn sem lítið réði við þær. Berglind, Helga og Harpa áttu langskot sem voru varin og Berglind átti svo annað sem skoppaði í jörðinni og endaði í andliti markvarðarins. Þar mislas markvörðurinn boltann, eins og oft í leiknum en við nýttum okkur það ekki. Pressa liðsins fyrsta hálftímann var mikil og öflug en Grindvíkingar komu varla sendingu sín á milli. Eitt mark er þó aldrei merkileg forysta og upplifðu Völsungar fyrstu hættumerki þess þegar hreinsun gestanna endaði með því að framherji þeirra slapp í gegn. Helga Guðrún gerði þá vel í að hlaupa forskot hennar upp og éta af henni boltann við teiginn.

Grindvíkingar fengu svo hornspyrnu og var þá allt við sama heygarðshornið. Léleg dekkun, lítil mæting í bolta og mark skorað úr auðveldu færi frá markteig. 1-1 eftir 35.mínútna leik.

Grænar héldu þó áfram að sækja og eftir frábæra fyrirgjöf Ruthar nikkaði Helga boltanum áfram á Sigrúnu Lilju sem tók hann í fyrsta úr frábæru færi en markvörður gestanna teygði sig vel í boltann og varði vel. Staðan var 1-1 í hálfleik en Völsungar mun betri í fyrri hálfleiknum og þurftu bara að halda áfram á þessari keyrslu.

Völsungar héldu boltanum áfram en það var mest aftarlega á vellinum. Sóknarleikurinn var lengi í gang í þeim seinni en kom þó í gusum. Ruth fékk dauðafæri en skot hennar á lofti fór beint í markvörðinn sem kom út á móti áður en að Helga Björk fékk gott færi en vinstri fótar skot hennar úr miðjum teignum var máttlaust og beint í fangið á markverðinum.

Fyrir færanýtinguna var Völsungum svo refsað. Langur bolti Grindvíkinga frá vinstri skoppaði yfir á hægri kantinn þar sem kantmaður þeirra tók hann á lofti frá vítateigshorninu. Bogaskot í fjærhornið, 2-1 fyrir gestina. Hreint ótrúlegt að vera lentar undir.

Hulda Ósk Jónsdóttir kom inná í sínum fyrsta meistaraflokksleik en hún er 15 ára gömul. Hraði hennar olli usla fram á við og komst hún í gegn í þröngt færi þegar um 10 mínútur lifðu leiks en skot hennar fór í hliðarnetið nær. Örstuttu síðar fékk hún boltann aftur úti á kanti, lék á varnarmann og skaut að marki en skot hennar var varið út í teiginn þar sem Harpa Ásgeirs kom á ferðinni en var bara augnabliki of sein í boltann áður en varnarmaður tæklaði frá.

Stelpurnar héldu áfram að reyna en það dugði ekki til og því enn eitt tapið staðreynd. Harpa Ásgeirsdóttir var valin 640.is-Nivea stúlka leiksins en hún barðist eins og ljón allan leikinn, var sívinnandi boltann og að koma honum í spil.

Leikur liðsins var furðulegur. Oft segir maður að betri aðilinn hafi tapað og að þetta og hitt hafi ekki verið verðskuldað en þessi leikur var svo sannarlega eitthvað. Grindvíkingar áttu sárafáar sóknir og hreinlega spiluðu boltanum ekki neitt. Á meðan voru stelpurnar að eiga fínan leik, sóttu hratt og komust margoft inn í teig gestanna. Nú þurfa stelpurnar þó að líta í eigin barm og átta sig á því hvað þær eru einmitt að gera inn í teig andstæðinganna. Færanýtingin er vægast sagt léleg. Sendingaákvarðanir oft á tíðum þegar komið er upp kantana eru slakar og sendingar á síðasta þriðjung ómarkvissar. Í góðu færi sendum við of oft og í vondu færi skjótum við leiðinlega oft. Það réði úrslitum þennan dag, það vantaði drápseðlilð fyrir framan markið!

Leikur liðsins er þó á uppleið miðað við þennan leik og þar sem stelpurnar eru komnar í leikjafrí fram til 8.ágúst verða þær að nýta það vel á æfingasvæðinu í því að styrkja sinn leik og æfa færin! ÁFRAM VÖLSUNGUR!


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr