Umfjllun: Fyrsta tapi deildinni stareynd

grmorgun var haldi til Sandgeris kl.5:30 v sar um daginn fr fram toppslagur 2.deildar er Vlsungsdrengir mttu Reyni Sandgeri en fyrir leikinn

Umfjllun: Fyrsta tapi deildinni stareynd
rttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 514 - Athugasemdir ()

Fr Sandgeri  gr
Fr Sandgeri gr

Í gærmorgun var haldið til Sandgerðis kl.5:30 því síðar um daginn fór fram toppslagur 2.deildar er Völsungsdrengir mættu Reyni Sandgerði en fyrir leikinn voru bæði lið taplaus með tíu stig í fyrsta og öðru sæti deildarinnar. Eftir góða byrjun með marki frá Ásgeiri Sigurgeirssyni duttu okkar menn niður en eftir ágætan fyrri hálfleik var ekki sjón að sjá liðið því í síðari hálfleik voru menn ekki líkir sjálfum sér og hirtu heimamenn öll stigin með einstaklega óhuggulegu sigurmarki beint úr hornspyrnu. Lokatölur, 2-1, í Sandgerði.

Byrjunarlið Völsungs: Dejan Pesic, Stefán Jón Sigurgeirsson, Gunnar Sigurður Jósteinsson, Marko Blagojevic, Sigvaldi Þór Einarsson, Halldór Fannar Júlíusson (Ármann Örn Gunnlaugsson '81), Bergur Jónmundsson, Arnþór Hermannsson, Hafþór Mar Aðalgeirsson, Ásgeir Sigurgeirsson (Aðalsteinn Jóhann Friðriksson '69), Hrannar Björn Steingrímsson (f).

Gul spjöld: Arnþór Hermannsson, Hrannar Björn Steingrímsson & Bergur Jónmundsson.

Það kom engum á óvart að það blés duglega á leikmenn er þeir gengu út á N1-völlinn í Sandgerði í gær. Leikmenn Völsungs fylgdu á eftir Hrannari Birni fyrirliða sem að leiddi liðið í fyrsta sinn í sumar inn á völlinn en hann var að snúa aftur eftir þriggja mánaða fjarveru. Tvær breytingar voru á liðinu frá síðasta leik en Sigvaldi Þór og Hrannar Björn komu inn í liðið fyrir Bjarka Jónasson og Tine Zornik en Slóveninn varð fyrir hræðilegum meiðslum í vikunni er hann sleit hásin á æfingu og verður frá í sex mánuði.

Leikurinn byrjaði vel og strax á 8.mínútu skorar Ásgeir Sigurgeirsson. Völsungar fá þá hornspyrnu sem Arnþór Hermannsson tekur, heimamenn hreinsa frá og boltinn berst aftur til Arnþórs sem að sendir þennan líka frábæra bolta inn í teig og þar stekkur krulluhnokkinn manna hæst og skallar boltann snyrtilega yfir markvörð heimamanna, 0-1, og strákarnir dönsuðu um í vindinum.

3
                                               Strákarnir fagna marki Ásgeirs

Heimamenn rumskuðu við þetta og byrjuðu að vinna sig inn í leikinn. Jöfnunarmarkið kom svo átta mínútum síðar er Rúnar Guðbjartsson skoraði með góðri afgreiðslu í fjærhornið eftir fyrirgjöf frá vinstri væng en Dejan Pesic var með fingurgómana í knettinum. Staðan jöfn, 1-1. Hafþór Mar Aðalgeirsson sem var sprækur í fyrri hálfleik fékk fínt færi rétt fyrir leikhlé til þess að koma Völsungi yfir á nýjan leik eftir flottan undirbúning Ásgeirs en fast vinstrifótarskot hans rétt yfir markið úr vítateignum hægra megin. Lítið annað markvert gerðist fram að leikhlé og staðan jöfn, 1-1, er liðin gengu til búningsherbergja.

Það bætti í vindinn á meðan þjálfarar liðanna ræddu við leikmenn í hálfleik og í síðari hálfleik átti það eftir að skipta sköpum. Reynismenn komu miklu grimmari út í seinni hlutann og voru mun líklegri til þess að setja annað markið en Völsungur.

Á 58.mínútu leiksins var gróflega brotið á Hrannari Birni en ekkert dæmt og heimamenn fá hornspyrnu í kjölfarið. Guðmundur Gísli Gunnarsson tók hornspyrnuna og laus bolti hans er faðmaður af vindinum rétt áður en Dejan ætlar að grípa hann, breytir um stefnu og endar í netinu. Vallargestir veltu fyrir sér hvort um væri að ræða afturgöngu einhvers Sandgerðings en þetta var furðulegasta mark sumarsins til þessa. Heimamenn með forystuna og staðan 2-1 eftir tæpan klukkutíma.

mark2s

Heimamenn héldu áfram að sækja stíft á okkar menn og fengu fín færi til þess að bæta við mörkum. Völsungsdrengir voru allt annað en líkir sjálfum sér í seinni hálfleik og þar var líkt og hausinn á þeim flestum hafi verið skilinn eftir inn í klefa í hálfleik, bara grænir búkar vafrandi um völlinn aðgerðarlausir.

Völsungur átti sem dæmi eitt færi í seinni hálfleik en þá skaut afmælisbarnið Aðalsteinn Jóhann Friðriksson framhjá fjærstönginni og þar með er það upptalið. Erfitt er að skilja hvað gerðist í hausnum á mönnum en leikmenn virkuðu þungir, hræddir og stressaðir og sú blanda er aldrei vænleg til árangurs. Leikmenn gátu ekki einu sinni gefið einfaldar fimm metra sendingar sín á milli og aftur og aftur voru grunnhlutir að klikka sem eiga ekki að sjást hjá meistaraflokki. Völsungsliðið hætti að spila boltanum á milli sín og í staðin var boltanum bara dúndrað fram og upp í vindinn sem endaði hjá Reynismönnum og þeir hófu enn eina sóknina að marki Völsungs. Því betur náðu heimamenn ekki að bæta við fleiri mörkum og Sigurður Óli Þorleifsson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka eftir slakasta seinni hálfleik Völsungs í sumar. Lokatölur í Sandgerði, 2-1, og fyrsta tap sumarsins í deildinni staðreynd.

Maður leiksins: Hrannar Björn Bergmann Steingrímsson
ML

Það er með ólíkindum að maður sem að er búinn að vera frá í þrjá mánuði og enn að komast í leikform og úr meiðslum skuli vera sá eini sem að barðist allan tímann, gafst aldrei upp og hafði trú á verkefninu. Hrannar spilaði vissulega stöðu sem að hann hefur aldrei gert áður en hann var framherji í leiknum og þrátt fyrir það var hann að skila sínu vel, mjög vinnusamur og einn af fáum leikmönnum Völsungs sem kom með talanda inn í liðið og reyndi hvað hann gat til þess að fá hina með. Her hans virtist tómur af orku eða annars hugar og þetta er svo sannarlega umhugsunarefni fyrir aðra leikmenn liðsins en nú er það næsti leikur sem verður hörku erkifjendaslagur á heimavelli n.k. föstudag gegn Dalvík/Reyni. Strákarnir eiga harm að hefna eftir rassskellingu í Borgunarbikarnum fyrr í sumar og nú er það bara að rífa sig upp aftur og merkja hugsunarmynstur allra leikmanna með orðunum Trú, Samheldni og Sigur. Því ef að menn gera þetta saman þá slátrum við hvaða liði sem er í þessari deild.

1

2

4

5

6

7

8

9

10

11

12

13

14

15

16

17

118

18

19

20

21

22

23

24

25

26

27

Tengdar greinar:
Dragan: Mjög slæmt að vera í rútunni í 8-9 klukkutíma fyrir leik
Hrannar Björn: Það eru ljósir og dökkir punktar í þessu


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr