Umfjllun: Fyrirliinn klrai dmi uppbtartma

Vlsungur og HK mttust vi frbrar astur til knattspyrnuikunar rijudagskvldi 10.jl Hsavkurvelli. a vri orum ofauki a segja leikinn

Umfjllun: Fyrirliinn klrai dmi uppbtartma
rttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 537 - Athugasemdir ()

Hrannar ltur vaa og inn fr boltinn
Hrannar ltur vaa og inn fr boltinn

Völsungur og HK mættust við frábærar aðstæður til knattspyrnuiðkunar þriðjudagskvöldið 10.júlí á Húsavíkurvelli.
Það væri orðum ofaukið að segja leikinn konunglega skemmtun en lokamínúturnar voru æsispennandi og Völsungar yfirgáfu völlinn töluvert sáttari en andstæðingurinn því Hrannar Björn fyrirliði tryggði öll stigin með glæsilegu marki í uppbótartíma.

Byrjunarlið Völsungs: Dejan Pesic, Stefán Jón Sigurgeirsson, Gunnar Sigurður Jósteinsson, Marko Blagojevic, Sigvaldi Þór Einarsson, Bjarki Jónarsson (Bergur Jónmundsson '62), Halldór Fannar Júlíusson, Halldór Geir Heiðarsson (Ármann Örn Gunnlaugsson '77), Hafþór Mar Aðalgeirsson, Hrannar Björn Bermann Steingrímsson (f), Ásgeir Sigurgeirsson.

Gul spjöld: Bergur Jónmundsson & Hrannar Björn Bergmann

Fyrri hálfleikurinn einkenndist af þreifingum beggja liða en Völsungar leyfðu gestunum þó að vera með boltann og biðu sjálfir rólegir til baka. Hvorugu liðinu tókst þó að opna vörn hinna að ráði og því urðu færin ekki mörg.

Dejan Pesic átti nokkrar góðar vörslur eftir skot úr teignum en ein stóð upp úr. Birgir Magnússon, kantmaður HK, átti þá gott skot af um 25 metrunum sem stefndi neðst í markhornið en Dejan var vel á verðinum og kastaði sér niður og sló boltann burt með upphandleggnum. Hættulegustu sóknir heimamanna í fyrri hálfleiknum voru eftir föst leikatriði en eftir eitt slíkt átti Marko Blagojevic skalla sem Beitir Ólafsson í marki gestanna varði vel.

Þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 0-0 og má alveg kalla það sanngjarna stöðu því þótt HK-ingar hafi verið meira með boltann þá gekk hann rosalega mikið á milli manna í öftustu línu án þess að skapa mikla hættu fram á við.

Bjarki

Seinni hálfleikur byrjaði svipað og hinn fyrri. HK-ingar spiluðu mikið á milli öftustu manna og Völsungar voru rólegir á pressunni. Marko og Gunni skölluðu flesta háa bolta frá og ef boltinn rataði yfir þá var Dejan mættur til þess að hreinsa upp. Sterkasti maður gestanna, Farid Abdel lék fulloft á Völsunga en var ekki að ná að skapa sér og sínum nægilega góð færi.

Völsungar fóru svo að spýta í þegar lítið var eftir en mesti krafturinn var þó á síðustu 7-8 mínútunum. Bergur Jónmunds, sem hafði átt góða innkomu, fékk boltann utan við teig á 88.mínútu og reyndi skot með hægri fæti. Ekki veit ég hvar Bergur fékk þá hugdettu að hann gæti skorað með honum, hvað þá af þessu færi en tilraunin sem slík í sjálfu sér aðdáunarverð. Boltinn rúllaði löturhægt inn í teig þar sem Ásgeir Sigurgeirs mætti, tók við honum og þrumaði boltanum í þverslá af stuttu færi. Frábært færi sem Ásgeir fékk en hann skorti yfirvegun við klárunina.

Geiri

Aðeins örfáum andartökum síðar voru Völsungar aftur komnir í sókn en þá átti Stefán Jón lága fyrirgjöf frá hægri inn í teig sem Ásgeir náði að framlengja á fjærstöng. Hrannar Björn renndi sér þar í boltann og náði máttlausu skoti í átt að marki en varnarmaður náði að henda sér fyrir og koma boltanum burt.

Þegar langt var komið fram yfir venjulegan leiktíma, réttara sagt á 95.mínútu, voru flestir að sætta sig við 1 stig. Þá fékk Hafþór Mar boltann við vítateig andstæðinganna og lék út þar sem hann var klipptur niður. Valdimar Pálsson, dómari leiksins lét leikinn halda áfram þar sem að boltinn endaði hjá Halldóri Fannari sem renndi boltanum til hliðar á Hrannar Björn. Hrannar stóð í vítateigsboganum og hlóð í skot sem hnitmiðað endaði niðri í vinstra horninu. 1-0 og fagnaðarlæti Völsunga gífurleg! Fagnaðarlætin tóku drykklanga stund og fengu HK-ingar aðeins að taka miðjuna áður en flautað var til leiksloka.

Captain hero

Himinlifandi Húsvíkingar óðu inn á völlinn og fögnuðu sínum mönnum ákaft en Völsungar héldu vel upp á stundina. Seiglan og baráttan lönduðu sigrinum en strákarnir gáfust aldrei upp og áttu hreinlega meira í tanknum síðustu mínúturnar heldur en andstæðingurinn. Annan leikinn í röð tryggja strákarnir sér sigur þegar vel er liðið á uppbótartíma og sýna að alltaf er von á meðan leikurinn er enn í gangi.

Heimabakarís maður leiksins: Dejan Pesic
Dejan

Dejan Pesic var enn og aftur valinn maður leiksins en hann var öryggið uppmálað í nánast öllum sínum aðgerðum (aðeins einu sinni var hann það ekki en þá bjargaði hann sjálfum sér á frábæran hátt þegar hann kastaði sér til baka á marklínu til þess að blaka boltanum burt!). Varnarlínan stóð sig einnig frábærlega og vantaði alls ekki dugnaðinn hjá fremri mönnum liðsins þótt sóknarleikur liðsins hafi oft gengið betur upp.

Marco og kletturinn

Þegar uppi er staðið enduðu strákarnir samt með þrjú stig á frábæran hátt og er gríðarlega sætt að vinna leikina svona á síðustu andartökunum. Við óskum strákunum til hamingju um leið og við hvetjum alla til þess að renna í Njarðvík næsta laugardag til þess að berja strákana augum í leik gegn Njarðvíkingum. ÁFRAM VÖLSUNGUR!!

Marco

Naggur

Donni

Haffi

Dóri

Tengdar greinar:
Hrannar Björn: Fyrir framan allt sitt fólk er þetta ógeðslega sætt

Villi: Sonurinn er sunginn af meiri krafti


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr