Umfjllun: Dramatk mikilvgum sigri Forsetavellinumrttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 497 - Athugasemdir ( )
- Elfar Árni Aðalsteins skrifar:
Kvennalið Völsungs heimsótti Álftanes á Forsetavellinum í gær en fyrir leikinn voru Álftanes stúlkur á botni B-riðils með 3
stig. Stelpurnar okkar voru með yfirhöndina mest allann leikinn en silgdu naumlega þrem stigum heim á Völsungsmarkamínútunni þeirri ´95
þegar að Helga Björk tryggði sigurinn. Lokatölur 1-2.
Byrjunarlið Völsungs: Anna Guðrún Sveinsdóttir, Elma Rún Þráinsdóttir (Helga Guðrún Guðmundsdóttir '46), Ásrún Ósk Einarsdóttir, Jóney Ósk Sigurjónsdóttir, Anna Halldóra Ágústsdóttir, Sigrún Lilja Sigurgeirsdóttir, Ragna Baldvinsdóttir (Heiðdís Hafþórsdóttir '61), Helga Björk Heiðarsdóttir, Harpa Ásgeirsdóttir (f), Berglind Ósk Kristjánsdóttir, Ruth Ragnarsdóttir.
Fyrstu tvær mínúturnar virtust stelpurnar vera vel tilbúnar í verkefnið og ógnuðu marki Álftanesar en eftir það datt leikurinn niður. Stelpurnar voru meira með boltann en mikið var af misheppnuðum sendingum sem gerði það að verkum að spil liðsins gekk ekki nógu vel upp og næstu mínútur einkenndust af miðjuþófi.
Á 20 mínútu fékk Ruth gott færi en þá átti Harpa góðan bolta innfyrir þar sem Ruth kom aðsvífandi af kantinum en
skaut hárfínt framhjá á nærstöngina, stuttu seinni fékk Ruth einnig góðan bolta fyrir en náði ekki að skalla á
markið. Nokkrum mínútum seinna fékk Berglind boltann, hnoðaði sig í gegn og var kominn í ákjósanlega stöðu ein á
móti markmanni en var ekki í góðu jafnvægi og náði ekki skoti á markið. Einnig voru nokkur hálffæri sem stelpurnar náðu
ekki að nýta nógu vel.
Í hálfleik kom Helga Guðrún inná fyrir Elmu og seinna átti Heiðdís eftir að koma inn fyrir Rögnu. Eitthvað hefur Jói sagt við stelpurnar í hálfleik en fyrstu 15 mínúturnar í þeim seinni var besti kafli liðsins. Spilið gekk betur og voru stelpunar mjög ógnandi, eftir gott spil fékk Ruth boltann vinstra meginn í teignum en markvörðurinn lokaði vel á hana en boltinn hrökk aftur til Ruthar sem skóflaði honum framhjá markmanninum en boltinn var of laus og hreinsaði varnarmaður álftnesinga boltann á marklínu.
Eitthvað varð undan að láta og eftir vel heppnaða sókn fékk Berglind boltann innfyrir vörn þeirra bláklæddu og skoraði af
öryggi á 52 mínútu, en Berglind átti góðan leik í dag. Einungis örfáum mínútum seinna á Ruth fyrirgjöf
frá vinstri og Sigrún Lilja mætir í teigin og stingur sér framfyrir varnarmann álftnesinga og potar honum fallega inn en er dæmd rangstæð og
treystir fréttaritari sér ekki til að segja til um hvort það hafi verið rétt. Á þessum tímapunkti virtust stelpunar okkar ætla
klára leikinn.
En fljótlega eftir þetta kom slen yfir liðið sem varð til þess að allt opnast vinstra megin hjá þeim og kantmaðurinn hjá þeim komst ein í gegn á móti Önnu Guðrúnu og setti hann í slánna og inn algjörlega óverjandi og frábært mark hjá heimastúlkum eftir um ´65 mínútna leik. Eftir markið fór leikurinn í upplausn og efldust heimastúlkur við þetta og misstu Völsungsstúlkur tökin á leiknum. Liðin skiptust á að fá hálffæri sem lítil hætta var af.
Leikurinn virtist vera að fjara út og jafntefli niðurstaðan, en á ´95 mínútu kemur nánast upp úr þurru hröð sókn upp vinstri vænginn sem endaði með því að Helga Björk fékk boltann innfyrir og kláraði vel á nærstöng og allt ætlaði um koll að keyra! Virkilega góð sókn og skemmtilegt mark á nýju Völsungsmarkamínútunni. Eftir þetta tók Álftanes miðju og leikurinn var flautaður af og öll stigin þrjú tekin með upp í rútu og farið með norður. Með þessum sigri fóru stelpurnar upp að hlið Keflavík í 4. sæti riðilsins en með lakari markamun.
Leikurinn í dag var upp og ofan en í fyrri hálfleik náðu stelpurnar ekki spilinu sínu alveg í gang en spilið í byrjun seinni
hálfleiks var mjög gott og vonandi að þær nái að lengja þann kafla í komandi leikjum. Hinsvegar var slæmt á þessum
góða kafla að ná ekki að klára leikinn og missa forystuna á móti heimstúlkum sem höfðu verið mjög lítið
ógnandi framan af. Þetta var mjög mikilvægur sigur og sýndu stelpurnar flottan karakter að klára leikinn á síðustu mínútunni
sem segir okkur það að þær gefast ekki upp og voru þessi þrjú stig virkilega mikilvæg fyrir stelpurnar í dag til að halda í
baráttuna í efri hlutanum.
Næsti leikur liðsins er laugardaginn 21.júli en þá fá stelpurnar Grindavík í heimsókn á Húsavíkurvöll, leikurinn
hefst klukkan 16:00.
Tengdar greinar:
Helga Björk: Töluðum um hvað okkur langaði í svona sigur
Athugasemdir