Umfjllun: Auveldur sigur KFR

a var sl og kuldi me okkur dag er Vlsungar ttu kappi vi KFR ttundu umfer 2. deildar karla knattspyrnu. Hafr Mar Aalgeirsson kom

Umfjllun: Auveldur sigur KFR
rttir - Bjarki Breifjr - Lestrar 529 - Athugasemdir ()

Vlsungar fagna fyrsta markinu
Vlsungar fagna fyrsta markinu

Það var sól og kuldi með okkur í dag er Völsungar öttu kappi við KFR í áttundu umferð 2. deildar karla í knattspyrnu. Hafþór Mar Aðalgeirsson kom heimamönnum yfir eftir einungis tveggja mínútna leik og Hrannar Björn Steingrímsson rak smiðshöggið á 60. mínútu. Völsungar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn og voru sóknir andstæðingana hálf máttlitlar.

Byrjunarlið Völsungs: Dejan Pesic, Stefán Jón Sigurgeirsson, Marko Blagojevic, Gunnar Sigurður Jósteinsson, Sigvaldi Þór Einarsson, Halldór Geir Heiðarsson, Bjarki Þór Jónasson (Halldór Fannar Júlíusson '70), Arnþór Hermannsson, Hafþór Mar Aðalgeirsson, Hrannar Björn Steingrímsson (f) (Aðalsteinn Jóhann Friðriksson ’82), Ásgeir Sigurgeirsson.

Gul Spjöld: Arnþór Hermannsson, Marko Blagojevic

Strákarnir hófu leikinn með látum en strax á annarri mínútu var staðan orðin 1-0 heimamönnum í vil, og var þar að verki Hafþór Mar Aðalgeirsson en hann vippaði boltanum framhjá markmanni gestanna eftir að hafa fengið flotta sendingu innfyrir frá Arnþóri Hermannsyni. Þess má geta að þetta var fyrsta mark Haffa í sumar og við vonum auðvitað að þau verði fleiri. Í kjölfarið héldu Völsungar áfram að sækja og voru mun meira með boltann, og á 8. mínútu fékk Arnþór fínt skotfæri eftir að Marko var af einhverjum ástæðum mættur með boltann inná vítateig andstæðingana, hnoðaði þar með boltann og renndi honum út á Arnþór sem skaut of lausum bolta á markið.

Fagn

Þeir héldu áfram og á 15. mínútu átti Stefán Jón góðan bolta innfyrir á Ásgeir bróðir sinn sem setti boltann í stöngina, en heilladísirnar voru ekki með Ásgeiri í dag. Stuttu seinna fengu heimamenn dauðafæri en Arnþór setti boltann innfyrir á Ásgeir sem sendi boltann á fjærstöng og þar var Hrannar sem var í fínu færi, en hann ákvað að senda boltann út í teig á Donna sem var í betra færi en hann skaut boltanum framhjá.

Ásgeir

Á 35. mínútu átti Arnþór svo frábært skot fyrir utan teig sem markmaður KFR varði meistaralega og á þessum tímapunkti var maður farinn að hræðast það að Völsungar myndu bara ekkert skora fleiri mörk í leiknum og að leikurinn myndi jafnvel enda jafntefli í takt við aðra leiki í 2.deild þennan daginn. Og ekki gerði spilamennskan frá þessum tímapunkti og fram að hálfleik annað en að kynda undir þann hræðslueld. En hálfgert kæruleysi átti sér stað þá, sendingar að feila og baráttan sem var til staðar áður hafði tekið sér smá frí. En það var þó ekki verra en það að KFR skapaði sér lítið af hættulegum færum og fóru Völsungar í hálfleikinn með eins marks forystu.

Marko

Seinni hálfleikur hófst nú ekkert með látum en eftir 7 mínútna leik í seinni hálfleik fékk Hafþór fínt færi þar sem hann skallar boltann framhjá markmanni andstæðingssins en hann var í heldur þröngu færi og skaut boltanum framhjá markinu. Á 60. Mínútu fengu Völsungar aukaspyrnu á góðum stað fyrir spyrnusérfræðinga hópsins, og í þessu tilviki var það Hrannar Björn Steingrímsson sem fékk að taka spyrnuna. Hrannar kom Völsungum í 2-0 með þessari spyrnu sem var góð og sveif boltinn yfir veggin og í netið. En þetta var einnig fyrsta mark Hrannars í sumar og eru mikil gleðitíðindi að koma tvem mikilvægum markaskorurum í gang, því jú það þarf að skora mörk til að vinna leik. Fimm mínútum seinna átti Helgi Ármannsson leikmaður KFR fínt skot en boltinn fór rétt yfir markið.

Eftir þetta var þetta komið í hús hjá Völsungum og var ekki mikið um hættuleg færi. Með þessum sigri eru Völsungar í 6.sæti í 2.deildinni með 14 stig, jafnmörg og KF og HK sem eru í 4. og 5.sæti, og eru aðeins þrjú stig í toppsætið. Næsta þrep í leiðinni að efsta sætinu er í Fjarðarbyggð næsta föstudagskvöld kl 20:00 og hvetjum við alla sem geta að mæta þangað.

Maður leiksins: Hafþór Mar Aðalgeirsson

dejan

Don

haffi

hrannarr

hafol

Tengdar greinar:
Hrannar Björn: Ég stefni á að setja miklu fleiri mörk í sumar

Hafþór: Það er gott að vera kominn með mark


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr