Tilfinningaskalinn klifinnÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 376 - Athugasemdir ( )
Loksins eftir þung skref í upphafi móts fann liðið sigurtilfinninguna á nýjan leik sem kom þeim á bragðið. Strákarnir fóru að sína sitt rétta andlit og spilamennska liðsins nánast einungis verið upp á við í sumar. Það hefur svo sannarlega komið á daginn að allir geta unnið alla í þessari deild enþað er jákvætt fyrir nýliða eins og okkur með þetta sterkan hóp.
Við erum með miklu betra lið en margir vilja meina og það sem vantar hefur er að þeir trúi því sjálfir leikmenn liðsins. Það hefur sýnt sig nú þegar að þegar að menn hafa trú á verkefninu er ansi margt hægt. Halldór Fannar er kominn heimog byrjaður að spila með liðinu á nýjan leik en það gefur aukna breidd og möguleika fyrir þjálfarana. Halldór stóð sig vel út í Danmörku þar sem hann spilaði fyrir Kildemosens Boldklub og var orðinn þekktur sem aðal markaskorari liðsins, við skulum reikna með nokkrum mörkum frá honum í seinni hlutanum en hann lofaði þeim sjálfur í viðtali við okkur á síðunni fyrr í sumar (engin pressa). Andri Valur er vaknaður og hefur komið með gæði og karakter inní liðið. Elfar Árni hefur loks náð að rjúfa þögnina, skoraði fyrstu deildarmörkin sín um síðustu helgi og var í kjölfarið valinn maður leiksins. Það er mikilvægt að hafa Elfar í toppstandi þar sem að á góðum degi getur hann verið einn sá besti í þessari deild.
Bjarki Badda og Hrannar Björn eru englarnir okkar á köntunum og hafa spila hvað best í sumar, þeir geta skapað fullt fram á við bæði með hugmyndum Bjarka eða sendingum og skotum frá bakarameistaranum. Miðjan fer batnandi og lítur alltaf betur og betur út en Jónas Halldór, Jón Hafsteinn eða Pabbinn og Kristján Gunnar hafa verið að rótera og reyna að finna rétta jafnvægið.
Aðal vandamálið í sumar hefur verið varnarleikurinn sem hefur þó verið allt annar undanfarið ef við lítum framhjá síðasta leik liðsins. Sveinbjörn Már hefur spilað gríðarlega vel í allt sumar á meðan að hinir félagar hans í öftustu línu voru leiðinlega lengi að finna taktinn í sumar. Hann verður þóað halda haus og einbeita sér að fótboltanum inn á vellinum. Það er þó allt annar bragur á liðinu og heildarmyndin orðin mun betri. Steinþór Már eða Stubbur eins og hann er kallaður stendur sem klettur á milli stanganna og það verður sennilega ekki minnst of oft á það hversu mikill fengur þessidrengur er fyrir liðið en hann hefur spilað frábærlega eftir að hann kom frá KA síðasta vetur. Hafþór Mar hefur fengið að spreyta sig mikið í sumar og hefur verið í byrjunarliðinu í nokkur skipti. Þrátt fyrir ungan aldur er ekki að finna hræðslu eða minnimáttarkennd í honum og gaman að fylgjast þessum strák þar sem hann á bjarta framtíð fyrir sér. Fyrst og fremst er gaman að sjá að allir leikmenn virðast vera búnir að stilla sig á að gera þetta í sameiningu og það er farið að skila sér, líka í stigum.
Aftur á móti var heimavallarmúrinn felldur þar sem Húsavíkurvöllur hafði verið harðlæstur og liðið ekki tapað leik í deildarkeppni síðan í september árið 2008. Nú verður Palli vallarvörður að funda með liðinu og finna lausn til þess að læsa Húsavíkurvelli aftur og fyrir fullt og allt því við eigum aldrei að tapa á heimavelli.
Næstu helgi er komið að leiknum sem að allir hafa beðið eftir. Ekki vantaði dramatíkina í fyrra og óhætt að segja að áhorfendur sem að lögðu leið sína á völlinn fyrir ári síðan urðu ekki fyrir vonbrigðum. Hrannar Björn Steingrímsson kláraði Dalvík/Reyni eftirminnilega hér í uppbótartíma í fyrra og síðasti heimaleikur liðsins þar sem tilfinningaskalinn var klifinn ætti að gefa góðan tón fyrir skemmtunina um helgina en sjö mörk, tvö rauð spjöld og mikil dramatík átti sér stað er liðið sigraði Hamar, 4-3, síðastalaugardag. Höttur hirti öll stigin gegn okkur í fyrri umferðinni og ljóst að þeir fá ekki fleiri stig frá okkur í sumar. Við væntum þess að bæjarbúar mæti á völlinn og styðji við sitt lið á föstudaginn en allt annað en full brekka yrði skammarlegt.
ÁFRAM VÖLSUNGUR!!
Ritstjórar Völsungs
Rafnar Orri Gunnarsson & Ingvar Björn Guðlaugsson
Athugasemdir