rr framlengja vi Vlsungrttir - Ingvar Bjrn Gulaugsson - Lestrar 606 - Athugasemdir ( )
Þrír af efnilegustu leikmönnum Völsunga framlengdu við félagið er þeir skrifuðu undir samning nú rétt í þessu.
Þetta eru þeir Arnþór Hermannsson, Hafþór Mar Aðalgeirsson og Hrannar Björn Steingrímsson. Allir skrifuðu þeir undir samning til ársloka 2013. Þessir ungu strákar eru 20, 19 og 18 ára gamlir en eiga samanlagt 137 mótsleiki fyrir Völsung að baki. Þar vegur þáttur Hrannars mest en hann hefur spilað 71 af þeim.
,,Eftir samtal við Dragan þjálfara leist mér betur og betur á það sem hann hafði fram að færa og ég ákvað því að framlengja minn samning. Maður er spenntur fyrir sumrinu og við ætlum okkur að gera betur en síðasta sumar, það er alveg á hreinu" sagði Hrannar Björn um undirskriftina en hann hefur undanfarið borið fyrirliðabandið hjá liðinu.
Ánægjulegt er fyrir félagið að drengirnir hafi skrifað undir samninga en óðum styttist í Íslandsmót. Völsungur tekur nú þátt í Lengjubikarnum sem er í fullum gangi og mætir þar næst Fjarðabyggð á sunnudaginn kl.19.30 í Boganum á Akureyri.
Strákarnir ásamt Dragan þjálfara sínum.
Athugasemdir