riji sigurinn einni vikurttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 434 - Athugasemdir ( )
Völsungar unnu góðan sigur á Víði úr Garði á Húsavíkurvelli í kvöld og komust þar með upp í fjórða sæti 2. deildar. Gestirnir komust reyndar yfir strax í byrjun þegar Björn Bergmann Vilhjálmsson skoraði eftir misskilning í vörn heimamanna. Völsungar náðu síðan að skora tvívegis áður en flautað var til leikhlés, fyrst Aron Bjarki Jósepsson með skalla eftir að aukaspyrna Hrannars B. Steingrímssonar rataði á kollinn á honum. Andri Valur Ívarsson kom síðan Völsungum yfir þegar skammt var til loka fyrri hálfleiks.
Umfjöllun Völsungssíðu Rafnars Orra og Ingvars Björns um leikinn má lesa hér en hér að neðan eru nokkrar myndir frá leiknum.
Halldór Fannar á fleygiferð með boltann.
Völsungar fagna marki Arons Bjarka.
Andri Valur skorar hér sigurmarkið.
Steinþór Már Auðunsson var að venju öruggur í markinu.
Hallgrímur Mar kom ferskur inn á og átti góðan leik.
Athugasemdir