Ţór/KA/Völsungur vann Ţrótt 2-0Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 182 - Athugasemdir ( )
Nokkuð merkilegur knattspyrnuleikur var leikinn á Húsavíkurvelli í gærkvöld en þá mættust sameiginlegt lið Þór/KA/Völsungs og Þróttar úr Reykjavík. Leikurinn var í A- deild íslandsmóts 2. flokks kvenna.
Völsungur átti 7 leikmenn í hópnum, þær Mjöll, Berglindi, Gígju, Hafrúnu í byrjunarliði og Rögnu, Dagný, og Önnu á bekknum. Leiknum lauk með sigri “heimamanna” 2-0 og skoruðu þær Berglind Ósk Kristjánsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir mörkin.
Eins og áður segir þótti þetta nokkuð merkilegur leikur fyrir þær sakir að þetta í fyrsta skipti sem leikinn er leikur í 2. flokki kvenna á Húsavíkurvelli og eins er þetta samstarf á milli Völsungs, Þórs og KA nýtt af nálinni.
Leikinn dæmdu Aðalsteinarnir, Óskarsson sem var aðaldómari og Baldursson sem var aðstoðardómari ásamt Unni Mjöll Hafliðadóttur.
Á heimasíðu Völsungs segir að þetta samstarf sé ánægjulegt, bæði fyrir þá leikmenn sem þarna fá fleiri tækifæri til að spreyta sig og ekki síður fyrir félagið að eiga þetta samstarf við akureyrarfélögin sem gjarnar eru nenfdir sem erkifjendur Völsunga.
Á meðfylgjandi mynd af markaskoraranum frá því í gær, Berglindi Ósk, má sjá hana berjast gegn Þór/KA í bikarleik á dögunum en í í gær voru þetta samherjar hennar. Halli Sig tók myndina.
Athugasemdir