Ţjálfarar og fyrirliđar spá Völsungi 9.sćti í sumar

Fótbolti.net ćtlar ađ fjalla vel um ađra deildina í sumar eins og undanfarin ár og er hin árlega spá ţeirra farin af stađ en í dag birtist Völsungur. Ţeir

Ţjálfarar og fyrirliđar spá Völsungi 9.sćti í sumar
Íţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 246 - Athugasemdir ()

Strákunum er spáđ 9.sćti
Strákunum er spáđ 9.sćti

Fótbolti.net ætlar að fjalla vel um aðra deildina í sumar eins og undanfarin ár og er hin árlega spá þeirra farin af stað en í dag birtist Völsungur. Þeir fengu alla fyrirliða og þjálfara til að spá og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði. Í níunda sæti í þessari spá var Völsungur sem fékk 87 stig af 242 mögulegum. Kíkjum á umfjöllun fotbolta.net um Völsung.

9. Völsungur
Heimasíða: http://www.640.is/
Lokastaða í fyrra: 10. sæti í 2. deild

Gengi Völsungs olli miklum vonbrigði í fyrrasumar. Liðinu var spáð þriðja sæti í annarri deildinni fyrir mót en niðurstaðan varð tíunda sæti. Húsvíkingar náðu aldrei flugi yfir sumarið en liðið var þó aldrei nálægt því að falla. Völsungur gat á góðum degi unnið öll lið í deildinni en aftur á móti náðu Húsvíkingar ekki að sýna sitt besta í nógu mörgum leikjum og því fór sem fór.

Eftir tímabilið ákvað Elfar Árni Aðalsteinsson aðalmarkaskorari Völsungs undanfarin ár að róa á önnur mið. Mörg félög í Pepsi-deildinni sýndu Elfari Árna áhuga en hann ákvað að ganga í raðir Breiðabliks. Bjarki Baldvinsson, annar leikmaður sem hefur verið í lykilhlutverki í sóknarleik Völsungs, fór til KA. Haukur Hinrikson, sem var valinn bestur hjá Völsungi í fyrra, fór einnig aftur í KA en hann var öflugur í vörn Húsvíkinga á síðasta tímabili.



Dragan Stojanovic tók við þjálfun Völsungs af Jóhanni Gunnarssyni síðastliðið haust en sá síðarnefndi hefur þjálfað Húsvíkinga undanfarin ár. Dragan hefur leitað erlendis í vetur í leit að liðsstyrk og ljóst er að mikið mun mæða á nýju leikmönnunum í sumar. Einn af þeim sem hafa komið til Völsungs er framherjinn Tine Zornik en hann á að fylla skarðið sem Elfar Árni skilur eftir sig. Zornik hefur verið að leika í slóvensku úrvalsdeildinni og gæti reynst góður liðsstyrkur fyrir Völsung ef hann kemst í gang.

Að auki hefur Völsungur fengið Marko Blagojevic í vörnina en hann þekkir til í 2. deildinni eftir að hafa áður leikið með Víði Garði. Þá er varnarmaðurinn Gunnar Sigurður Jósteinsson kominn aftur í Völsung eftir að hafa leikið með Magna Grenivík síðari hlutann á síðasta tímabili. Síðast en ekki síst hefur Völsungur krækt í markvörðinn reynda Dejan Pesic en hann stóð meðal annars á milli stanganna hjá Rauðu Stjörnunni á sínum tíma. Einnig er möguleiki á að Völsungur fái frekari liðsstyrk í næstu viku áður en mótið hefst.

Völsungur endaði í þriðja sæti í sínum riðli í Lengjubikarnum með níu stig. Erlendu leikmennirnir voru ekki komnir til liðsins þá og því er erfitt að meta frammistöðu Völsungs í vetur miðað við hvað verður í sumar. Ljóst er að Húsvíkingar vilja gera betur en í fyrra og þeir ungu og efnilegu strákar sem liðið hefur innan sinna raða stefna á að enda ofar en spáin segir til um. Hvort að liðið geti gert það eftir að hafa misst lykilmenn í vetur verður tíminn síðan að leiða í ljós.

m

Styrkleikar: Erlendu leikmennirnir sem liðið hefur fengið eru öflugir og ,,hryggur" liðsins ætti að vera góður. Margir leikmanna liðsins hafa spilað lengi saman og þekkjast vel. Liðið hefur hraða og tekníska stráka sem geta valdið miklum usla framarlega á vellinum.

Veikleikar: Tveir af máttarstólpunum í sókarleik Völsungs undanfarin ár eru farnir. Vörn liðsins er brothætt en Völsungur fékk 56 mörk á sig í 2. deildinni í fyrra og þrettán mörk í fimm leikjum í Lengjubikarnum í ár. Húsvíkingar voru ekki öflugir á ferðalögum sínum í fyrra en þeir náðu einungis einum sigri á útivelli.

Lykilmenn: Hrannar Björn Steingrímsson, Dejan Pesic, Tine Zornik



Þjálfarinn: Dragan Stojanovic:
,,Við höfum misst þrjá sterka leikmann og erum með frekar ungt lið. Hópurinn er gríðarlega skemmtilegur og margir mjög efnilegir strákar. Þessi spá kemur mér bæði á óvart og ekki. Ég tel það að við getum endað ofar en þessi spá segir, hversu ofar kemur bara í ljós í september. Það er mikið áfall fyrir okkur að fyrirliðinn okkar Hrannar (Björn Steingrímsson) er meiddur og mun líklega ekki byrja mótið. Það er mjög slæmt þar sem ég hef verið mjög ánægður með hann í vetur. Ég vonast til að fá einn leikmann sem viðbót inn í hópinn á láni í næstu viku."

Komnir:
Dejan Pesic frá Serbíu
Gunnar Sigurður Jósteinsson frá Magna
Halldór Geir Heiðarsson frá ÍA
Marko Blagojevic frá Serbíu
Tine Zornik frá Slóveníu

Farnir:
Bjarki Baldvinsson í KA
Elfar Árni Aðalsteinsson í Breiðablik
Haukur Hinriksson í KA
Ingólfur Örn Kristjánsson í Grundarfjörð
Sveinbjörn Már Steingrímsson til Noregs

(Frétt frá Fótbolta.net.)

Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ