ar sem rturnar liggjarttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 432 - Athugasemdir ( )
Við skulum aldrei því gleyma hvar rætur okkar liggja, hvaðan við komum og hvar það var sem við mótuðumst að svo mörgu leyti. Allt
í kring getum við gripið um lifandi sönnun þess að Húsvíkingum eru allir vegir færir.
Um síðustu helgi kveikti ég á sjónvarpinu og þar var Hallgrímur Jónasson, varafyriliði A-landsliðsins fullur sjálfstrausts að
traðka á stórstjörnu Frakka og leikmanni Bayern Munich, Frank Ribery. Haddi er atvinnumaður í efstu deild í Danmörku og hefur skapað sér nafn
sem einn sá efnilegasti frá Íslandi. Þetta var fimmti leikur Hadda fyrir A-landsliðið og hann er búinn að spila fjórar stöður fyrir
liðið, sem hlýtur að vera einsdæmi í sögu landsliðsins.
Hallgrímur er fæddur og uppalinn á Húsavík og spilaði upp alla yngri flokka hjá Völsungi sem og með meistaraflokki.
Haddi er meðvitaður um hvaðan hann kemur og kann það að meta en þau stóru skref sem hann hefur nú þegar tekið á sínum
knattspyrnuferli ættu að vera árangursmynd til fyrirmyndar af möguleikum lífsins, möguleikum fótboltamannsins og möguleikum Völsunga.
Hallgrímur Jónasson er fjölhæfur, auðmjúkur og metnaðarfullur sem að hefur skilað honum hærra og lengra með ári hverju en
því sem aldrei má gleyma er að hann er líka Völsungur.
Hallgrímur Jónasson
Úr Völsungsleikskrá 2tbl
Athugasemdir