var ktt hllinni.

a var ktt hllinni grkveldi, .e.a.s rttahllinni Hsavk. var haldin ar sngkeppni SAMFS ar sem sjtta hundra unglinga af

var ktt hllinni.
Almennt - Hafr Hreiarsson - Lestrar 421 - Athugasemdir ()

essi ungmenni komu fr flagsmistinni Hyldpinu  Eyjafjararsveit. Silja Gararsdttir sng, orsteinn Kri Gumundsson spilai  gtar og Katrn ll Inglfsdttir  verflautu.
essi ungmenni komu fr flagsmistinni Hyldpinu Eyjafjararsveit. Silja Gararsdttir sng, orsteinn Kri Gumundsson spilai gtar og Katrn ll Inglfsdttir verflautu.

Það var kátt í höllinni í gærkveldi, þ.e.a.s íþróttahöllinni á Húsavík. Þá var haldin þar  söngkeppni SAMFÉS  þar sem á sjötta hundrað unglinga af norðurlandi voru samankomin til að hlýða á og styðja sína menn. Þetta var undankeppni félagsmiðstöðva á norðurlandi en fimm söngatriði komust áfram í aðalkeppnina sem fram fer í Reykjavík í mars.

Það var greinilegt á keppninni í gærkveldi að fjöldinn allur er til af ungu og hæfileikaríkum ungmennum á norðurlandi þegar að tónlist og söng kemur. Dómnefnd var því vandi á höndum þegar kom að úrslitum en komst þó að niðurstöðu. Þær félagsmiðstöðvar sem komust áfram voru  Pleizið á Dalvík, Himnaríki á Akureyri, Hyldýpið í Eyjafjarðarsveit, Beisið á Kópaskeri sem þótti hafa athyglisverðustu framkomuna og Gryfjan á Grenivík sem var með bestu framkomuna.

 

  Kristjana María Kristjánsdóttir umsjónamaður Keldunnar, félagsmiðstöðvar unga fólksins á Húsavík, var ánægð með hvernig til tókst á söngkeppninni. “Þetta gekk bara ljómandi vel,, sagði hún við 640.is en ungmennin fóru að koma í bæinn um miðjan dag. Byrjað var á því að snæða á Sölku áður en haldið var í höllina og að söngkeppninni lokinni var dúndrandi diskó í höllinni.

 

  Þess má geta að Silja Garðarsdóttir sem er á myndinni hér að ofan á ættir sínar að rekja til Húsavíkur. Afi hennar og amma í móðurætt eru Sigurður Aðalgeirsson og Sigurhanna Salómonsdóttir.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Bjrn-Rafnar Orri- Bjarki Breifjr