var ktt hllinni.Almennt - Hafr Hreiarsson - Lestrar 421 - Athugasemdir ( )
Það var kátt í höllinni í gærkveldi, þ.e.a.s íþróttahöllinni á Húsavík. Þá var haldin þar söngkeppni SAMFÉS þar sem á sjötta hundrað unglinga af norðurlandi voru samankomin til að hlýða á og styðja sína menn. Þetta var undankeppni félagsmiðstöðva á norðurlandi en fimm söngatriði komust áfram í aðalkeppnina sem fram fer í Reykjavík í mars.
Það var greinilegt á keppninni í gærkveldi að fjöldinn allur er til af ungu og hæfileikaríkum ungmennum á norðurlandi þegar að tónlist og söng kemur. Dómnefnd var því vandi á höndum þegar kom að úrslitum en komst þó að niðurstöðu. Þær félagsmiðstöðvar sem komust áfram voru Pleizið á Dalvík, Himnaríki á Akureyri, Hyldýpið í Eyjafjarðarsveit, Beisið á Kópaskeri sem þótti hafa athyglisverðustu framkomuna og Gryfjan á Grenivík sem var með bestu framkomuna.
Kristjana María Kristjánsdóttir umsjónamaður Keldunnar, félagsmiðstöðvar unga fólksins á Húsavík, var ánægð með hvernig til tókst á söngkeppninni. “Þetta gekk bara ljómandi vel,, sagði hún við 640.is en ungmennin fóru að koma í bæinn um miðjan dag. Byrjað var á því að snæða á Sölku áður en haldið var í höllina og að söngkeppninni lokinni var dúndrandi diskó í höllinni.
Þess má geta að Silja Garðarsdóttir sem er á myndinni hér að ofan á ættir sínar að rekja til Húsavíkur. Afi hennar og amma í móðurætt eru Sigurður Aðalgeirsson og Sigurhanna Salómonsdóttir.
Athugasemdir