Tap í Ólafsvík og sigur á Húsavík

Á međan vefstjóri 640.is brá sér í viku frí léku strákarnir í meistaraflokki Völsungs tvo leiki. Fyrst sóttu ţeir Víking heim í Ólafsvík og tapađist sá

Tap í Ólafsvík og sigur á Húsavík
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 338 - Athugasemdir ()

Davíđ afhenti Hrannari súkkulađi skóinn.
Davíđ afhenti Hrannari súkkulađi skóinn.

Á meðan vefstjóri 640.is brá sér í viku frí léku strákarnir í meistaraflokki Völsungs tvo leiki. Fyrst sóttu þeir Víking heim í Ólafsvík og tapaðist sá leikur 2-0. Um miðja vikuna fengu þeir síðan KV í heimsókn og unnu þann leik 1-0 með marki Hrannars Björns Steingrímssonar. Hrannar var valinn maður leiksins og fékk súkkulaðiskóinn að launum.

 

Allt um þessa leiki og miklu fleira má lesa á hinni mögnuðu Völsungssíðu sem þeir Ingvar Björn og Rafnar Orri halda úti. Ingvar Björn tók myndina hér að ofan af Davíð og Hrannari.

Meistaraflokkur kvenna lék einnig einn leik, gegn Keflavíkurstúlkum og tapaðist hann 7-0. Ruth Ragnarsdóttir var valin maður leiksins hjá Völsungum og fékk að launum gjafapakkningu frá NIVEA á Íslandi sem stendur að valinu ásamt 640.is. 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ