Tap í FellabćÍţróttir - Leifur Ţorkelsson - Lestrar 413 - Athugasemdir ( )
Lið Völsungs mætti lið Hattar frá Egilsstöðum í annarri deildinni fyrr í kvöld. Þar sem heimavöllur Hattarmanna sem kenndur er við einn besta þrístökkvara sem sögur fara af var ekki í leikhæfu ásigkomulagi fór leikurinn fram á gervigrasinu á Fellavelli í Fellabæ.
Ţađ voru heimamenn sem byrjuđu betur í kvöld áttu ţeir nokkrar marktilraunir á upphafsmínútum leiksins án ţess ţó ađ ógna marki gestanna frá Húsavík verulega. Hattarmenn fengu međal annars tvćr aukaspyrnur skammt fyrir utan vítateig völsunga en náđu ekki ađ gera sér mat úr ţeim.
Á 33. mínútu kom hćttulegasta fćri Völsunga í fyrri hálfleik, boltinn barst ţá inn fyrir vörn Hattar og á Aron Bjarka sem var ágćtlega stađsettur á markteig en hann náđi illa til boltans og slakur skalli fór framhjá markinu.
Á 40. mínútu misstu leikmenn Völsungs boltann klaufalega frá sér og boltinn barst út í horn ţar sem Garđar Már Grétarsson átti lélega fyrirgjöf sem fór yfir Steinţór í markinu og endađi í fjćrhorninu 1-0 fyrir Hött og ţannig var stađan í hálfleik.
Völsungar byrjuđu seinni hálfleikin betur en ţann fyrri og áttu fljótlega skot ađ marki sem ţó var hćttulaust.
Á 57. mínútu varđi Steinţór markvörđur Völsunga mjög vel og í kjölfariđ komust Völsungar í Sókn en Kristján Gunnar skaut yfir markiđ.
Völsungar sóttu í sig veđriđ eftir ţví sem leiđ á hálfleikinn greinilega stađráđnir í ţví ađ jafna leikinn. Leikmenn Hattar fćrđu ađ sama skapi aftar á völlinn og vörđust sóknarađgerđum Völsunga vel.
Ţegar ein mínúta var eftir af ţessum hefđbundnu 90 fengu Völsungar besta fćri leiksins ţegar Hafţór fékk góđa sendingu inn fyrir vörn Hattarmanna, tók boltann á lćriđ og lyfti honum yfir markvörđ Hattar og ţví miđur örlítiđ yfir markiđ líka.
Á lokaandartökum leiksins fengu Völsungar svo aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Hattar, sú spyrna var hins vegar framkvćmd í fljótfćrni og ţar međ rann síđasta tćkifćri gestanna frá Húsavík til ţess ađ jafna ţennan leik út í sandinn.
Steinţór markvörđur Völsunga var trúlega ţeirra besti mađur í leiknum, virkađi traustur í flestum ađgerđum og markiđ sem liđiđ fékk á sig verđur ekki skrifađ á hann. Ţá vöktu útspörkin hans verđskuldađa athygli og er ţađ mál manna ađ önnur eins útspörk hafi aldrei sést á Hérađi
Stuđningsmenn Völsungs voru ekki margir á Fellavelli fyrir utan bílstjóra liđsins, ţá Rúnar Ara og Ađalstein Óskarsson, var Elfar Árni Ađalsteinsson (sem tók út refsingu fyrir rautt spjald) eini stuđningsmađur ţeirra grćnklćddu í upphafi leiks. Fljótlega bćttist ţó Björn sonur Halldórs sýslumanns í hópinn en hann er búsettur á Egilsstöđum og ver mark Hugins frá Seyđisfirđi í frístundum. Skammarlegt ađ ekki einn einasti stuđningsmađur Völsungs, búsettur á Húsavík, skuli hafa séđ fćrt renna austur til ađ styđja sína menn.
Völsungar fara ţví án stiga yfir örćfin og norđur til Húsavíkur í kvöld međ ţeim Ađalalsteini og Rúnari eftir leik sem bauđ ekki upp á mörg marktćkifćri og jafntefli hefđi trúlega veriđ eđlilegasta niđurstađan.
Ađalsteinn gerđi fjölmargar, rökstuddar athugasemdir viđ störf dómarans á Fellavelli í kvöld. Ljósmynd Leifur Ţorkelsson íţróttafréttaritari 640.is á Hérađi.
Athugasemdir