Tap í bragđdaufum leik

Völsungsstelpurnar léku sinn síđasta heimaleik í ár á Húsavíkurvelli í dag. Ţađ rigndi talsvert á međan leiknum stóđ en andstćđingarnir komu af Álftanesi

Tap í bragđdaufum leik
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 340 - Athugasemdir ()

Hafrún afhenti Önnu Guđrúnu verđlaunin.
Hafrún afhenti Önnu Guđrúnu verđlaunin.

Völsungsstelpurnar léku sinn síðasta heimaleik í ár á Húsavíkurvelli í dag. Það rigndi talsvert á meðan leiknum stóð en andstæðingarnir komu af Álftanesi og vermdu botnsætið í riðlinum fyrir leik. Leikurinn var satt best að segja frekar bragðdaufur  og lítið spennandi og skoruðu gestirnir eina mark hans rétt fyrir leikhlé. Þær jöfnuðu Völsungana að stigum en sitja samt áfram í botnsætinu á markamun en ein umferð er eftir í riðlinum.

 

Anna Guðrún Sveinsdóttir markmaður var valinn maður leiksins hjá heimastúlkum og fékk að launum gjafapakkningu frá NIVEA á Íslandi sem stendur að valinu ásamt 640.is. 

 


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ