Tap gegn rttirttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 357 - Athugasemdir ( )
Völsungsstelpurnar tóku á móti Þrótti í 1. deildinni sl. föstudagskvöld. Leikið var við góðar aðstæður og brekkan hefði alveg rúmað fleiri. Gestirnir komust yfir á 34 mín. leiksins þegar Valgerður Jóhannsdóttir kom boltanum í netið. Staðan 0-1 í leikhlé.
Indíana Þórsteinsdóttir jafnaði síðan leikinn fljótlega í seinni hálfleik með marki úr aukaspyrnu. Þróttarstelpur bættu síðan tveim mörkum við á tíu mínútna kafla, fyrst Soffía Ummarin Kristinsdóttir og síðan Harpa Lind Guðnadóttir.
Indíana var valin maður leiksins hjá Völsungi og fékk að launum gjafapakkningu frá NIVEA á Íslandi sem stendur að valinu ásamt 640.is.
Inda skoraði flott mark beint úr aukaspyrnu.
Stelpurnar fagna markinu gegn Þrótti.
Helga Björk í baráttunni.
Athugasemdir