Tap gegn Ţór, markvörđur Völsunga mađur leiksins

Völsungar lágu fyrir Ţór í opnunarleik Hleđslumótsins í knattspyrnu sl. föstudagskvöld.

Tap gegn Ţór, markvörđur Völsunga mađur leiksins
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 705 - Athugasemdir ()

Ingólfur Örn var mađur leiksins.
Ingólfur Örn var mađur leiksins.

Völsungar lágu fyrir  Þór í opnunarleik Hleðslumótsins í knattspyrnu sl. föstudagskvöld. Þór skoraði fjögur mörk gegn einu marki Völsunga. Mark Völsungs skoraði Hrannar Steingrímsson en þeir Sveinn Elías Jónsson og Orri Freyr Hjaltalín skoruðu tvö mörk hvor fyrir Þór.

 Hér á eftir er umfjöllun Vikudags um leikinn en hana skrifaði Jan Eric Jessen.

Leikurinn fór frekar rólega af stað, Þórsarar þó heldur líklegri en Völsungar sýndu mikla baráttu og vörðust vel. Á lokamínútu fyrri hálfleiks fékk Sveinn Elías, framherji Þórs, góða sendingu inná teiginn og afgreiddi boltann vel í netið. Staðan í hálfleik var því 1-0 Þórsurum í vil.

Seinni hálfleikur byrjaði með miklum látum, Þórsarar komust nokkrum sinnum einir í gegnum vörn Völsunga en það voru hins vegar Völsungar sem jöfnuðu leikinn. Markið kom eftir aukaspyrnu á miðjum velli, Jónas Friðriksson sendi háan bolta inná teig - markvörður Þórsara var of seinn út í boltann og Hrannar Steingrímsson skoraði í tómt markið.

Þórsarar héldu áfram að sækja og vera meira með boltann en Völsungar reyndu skyndisóknir. Þórsarar náðu að skora fljótlega - en eftir mikið klafs inná teignum snéri Orri Freyr sér og skaut í innanvert hliðarnetið. Þórsarar héldu áfram að sækja grimmt. Kristinn Björnsson átti stungusendingu inn á Svein Elías sem virtist misheppnuð en misskilningur varð milli varnarmanns og markvarðar Völsungs og það nýtti Sveinn sér og renndi boltanum í autt markið. Seinasta markið kom síðan eftir gott upphlaup Sveins Elías upp hægri kant og hann renndi boltanum fyrir markið og Orri Freyr þurfti lítið að hafa fyrir því að rúlla boltanum í autt markið.

Góður sigur hjá Þórsurum á ungu og spræku liði Völsunga. Maður leiksins verður að teljast Ingólfur Örn Kristjánsson markvörður Völsunga sem varði mjög vel allan leikinn. Orri Freyr stóð sig einnig mjög vel í liði Þórsara.

Áhorfendur: 139.

 vikudagur.is


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ