30. ágú
Tap fyrir NjarđvíkÍţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 442 - Athugasemdir ( )
Völsungar léku gegn Njarðvíkingum á Húsavíkurvelli sl. laugardag og áttu harma að hefna frá því í fyrri umferðinni. Afbragðs knattspyrnuve
ður var á víkinni en það dugði ekki til.
Heimamenn komust reyndar yfir um miðjan fyrri hálfleik þegar Jónas Halldór Friðriksson skoraði með skalla eftir hornspyrnu Hrannars Björns Steingrímssonar. Staðan 1-0 í hálfleik. Gestirnir skoruðu síðan tvö mörk í síðari hálfleik og 1-2 tap staðreynd.
Markaskorarinn Jónas Halldór var valinn maður leiksins og fékk súkkulaðiskóinn og gjafabréf frá Heimabakarí að launum.
Jónas Halldór með skalla að marki eftir hornspyrnu Hrannars. En ekki fór boltinn inn í þetta skiptið.
Hrannar Björn tekur aukaspyrnu.
Athugasemdir