Sveit Borgarhólsskóla varđ í 18 sćti

Skáksveit Borgarhólsskólavarđ í 18. sćti međ 17,5 vinninga á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fram fór í Vetrargarđinum í Smáralind í dag.Eftir 3 umferđir

Sveit Borgarhólsskóla varđ í 18 sćti
Íţróttir - Hafţór Hreiđarsson - Lestrar 325 - Athugasemdir ()

Valur Heiđar Einarsson.
Valur Heiđar Einarsson.

Skáksveit Borgarhólsskólavarð í 18. sæti með 17,5 vinninga á Íslandsmóti barnaskólasveita sem fram fór í Vetrargarðinum í Smáralind í dag.Eftir 3 umferðir var liðið í 2-3 sæti eftir 3 sigra í röð, m.a. gegn A-sveit Laugalækjaskóla 3-1. 

 

Í 4. umferð voru andstæðingarnir A-sveit Rimaskóla og tapaðist sú viðureign 0-4, en það var einmitt A-sveit Rimaskóla sem stóð uppi sem sigurvegari á mótinu.

 

Strákarnir úr Borgarhólsskóla voru í 10. sæti fyrir síðustu umferðina en töpuðu stórt fyrir A-sveit Salaskóla í síðustu umferð og féllu við það tap niður í 18. sætið. A-lið Salaskóla náði í 3 sætið í mótinu eftir þennan sigur á okkar mönnum.

 

Alls tóku 52 lið þátt í mótinu að þessu sinni sem er metþátttaka. Tefldar voru 8. umferðir og var umhugsunartíminn 10 mín á mann.

Árangur strákanna var eftirfarandi en þeir áttu möguleika á átta vinningum hver:

Valur Heiðar Einarsson        5

Snorri Hallgrímsson             4,5
Hlynur Snær Viðarsson        4
Ágúst Már Gunnlaugsson    4

 

Þessi frétt er fengin af heimasíðu skákfélagsins Goðans en þar má sjá lokastöðuna auk þess sem hægt er að sjá úrslit allra skáka Borgarhólsskóla.


Athugasemdir

  • Herna

Ingvar Björn-Rafnar Orri- Bjarki Breiđfjörđ