Sveinbjörn Már kominn međ leikheimildÍţróttir - Rafnar Orri Gunnarsson - Lestrar 568 - Athugasemdir ( )
Sveinbjörn Már Steingrímsson er genginn til liðs við Völsung á nýjan leik en félagsskiptin fóru í gegn í gær.
Sveinbjörn kemur frá norska liðinu IL Brodd þar sem hann spilaði í vetur og er nú klár í slaginn með Völsungum. Hann verður
væntanlega í leikmannahópi liðsins á fimmtudaginn er Völsungur heimsækir KF á Ólafsfjörð.
Sveinbjörn sem er fæddur 1988 á að baki 42 leiki með Völsungi og hefur skorað eitt mark. Þetta er góður liðsstyrkur fyrir strákanna og
bjóðum við hann hjartanlega velkominn heim aftur.
Sá breiði á ferðinni í varabúningi liðsins en aðaltreyjurnar eru Völsagrænar
„Það er frábært að vera kominn aftur heim, mér líst vel á liðið og hlakka mikið til að þess að spila loksins aftur
í Völsungstreyjunni," sagði Sveinbjörn Már eftir að faxið rann í gegn á skrifstofum Völsungs til staðfestingar um það að
félagsskiptin væru gengin í gegn.
Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem bræðurnir Sveinbjörn Már, Guðmundur Óli og Hrannar Björn fyrirliði Völsungs
spila með IL Brodd síðasta vetur en Hrannar skorar mark eftir að 20sekúndur eru liðnar af myndbandinu.
Sveinbjörn í byrjunarliði Brodd er liðið fór í æfingarferð til Tyrklands
Athugasemdir