Sumarleikar HS tkust velrttir - Hafr Hreiarsson - Lestrar 464 - Athugasemdir ( )
Sumarleikar HSÞ 2011 voru haldnir á Laugum um nýliðna helgi og tókust nokkuð vel enda lék veðrið við mótsgesti. Laugardagurinn var sólríkur og hlýr en sunnudagurinn skýjaður og vindasamur.
Á heimasíðu frjálsíþróttamanna HSÞ segir að 159 keppendur
frá 7 félögum hafi tekið þátt; 32 frá HSÞ, 44 frá UFA, 35 frá UMSE, 32 frá UMSS, 11 frá ÚÍA, 4 frá
UMF. Laugdæla og 1 frá ÍR. Margir nýttu sér góða veðrið og aðstöðuna og gistu á tjaldsvæðinu.
Keppendur okkar hjá HSÞ stóðu sig með mikilli prýði. Margir bættu árangur sinn og við fyrstu athugun á héraðsmetaskrá
utanhúss litu örfá ný héraðsmet dagsins ljós. Sum þeirra gild en önnur á mörkunum þar sem að meðvindur var oft of
mikill í hlaupum. Selmdís Þráinsdóttir stökk 2,81 í stangarstökki og er það nýtt héraðsmet í flokki 19 ára
kvenna. Brynjar hljóp 300 m gr. á 48,39 sek og setti nýtt héraðsmet í 14 ára flokki pilta. Brynjar og Elvar hlupu báðir undir
héraðsmeti í 80 m grindahlaupi 14 ára pilta en meðvindur var of mikill. Hafdís Sigurðardóttir hljóp 200 m á 25,15 sem er nýtt
héraðsmet samkvæmt héraðsmetaskrá en meðvindur var of mikill eða 2,8. Í hlut keppenda HSÞ komu 25 gull, 21 silfur og 20 brons.
(123.is/hsth)
Athugasemdir